Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég verð skíthræddur þegar ég mæti háhyrningum og útselum“

Heið­ar Logi Elías­son er 23 ára gam­all og jafn­framt fyrsti og eini at­vinnu­mað­ur okk­ar Ís­lend­inga þeg­ar kem­ur að brimbrett­um. Hann fann sig hvorki í knatt­spyrnu né körfu­bolta en fann fyr­ir frelsi þeg­ar það kom að jaðarí­þrótt­um. Heið­ar Logi fékk fyrsta hjóla­brett­ið sex ára og núna, 17 ár­um seinna, er hann at­vinnu­mað­ur á brimbrett­um og ferð­ast út um all­an heim.

„Ég hef alltaf átt erfitt með að mæta á einhvern ákveðinn stað á ákveðnum tíma og þess vegna fann ég mig aldrei í knattspyrnu eða körfubolta þó svo að mamma hafi reynt að fá mig til þess að mæta á æfingar á sínum tíma. Ég fann einhvern veginn ekki fyrir neinu frelsi fyrr en ég kynntist hjólabrettinu en það fékk ég aðeins sex ára gamall að gjöf frá móður minni,“ segir Heiðar Logi Elíasson, 23 ára gamall Hafnfirðingur.

Heiðar Logi
Heiðar Logi Átti fyrst blautgalla sem lak en nú fær hann þá frítt í gegnum styrktaraðila enda atvinnumaður í faginu.

Fann ekki fyrir frelsi í hefðbundnum íþróttum

Heiðar Logi fæddist á sjúkrahúsinu í Keflavík en flutti fljótt til Sandgerðis og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs. Sjálfur segist hann hafa flutt töluvert á þessum tíma þar til hann og fjölskylda hans fluttust búferlum til Danmerkur en þar sótti móðir hans og stjúpfaðir nám. Þar bjó Heiðar Logi í fimm ár eða til tólf ára aldurs.

„Mamma hafði lofað að gefa mér góða útskriftargjöf ef ég myndi standa mig í samræmdu prófunum.“

„Þá fluttum við fjölskyldan í Hafnarfjörð og þar á ég mínar rætur. Í skólanum á Íslandi átti ég erfitt uppdráttar og þá aðallega út af því að ég kunni dönskuna töluvert betur en íslenskuna. Ég fékk snjóbretti frá móður minni í jólagjöf og þar fann ég einhvern veginn þetta frelsi sem ég hafði aldrei fundið fyrir í þessum hefðbundnu íþróttum eins og knattspyrnu og körfubolta. Ég varði öllum stundum úti í snjónum og í hvert skipti sem fjallið var opið þá var ég mættur og meira að segja þegar skíðasvæðin voru lokuð þá mætti ég samt og renndi mér. Áhugi minn á snjóbrettum opnaði bæði augun mín og foreldra minna fyrir því að þarna átti ég heima. Ég eyddi heilum degi í fjallinu og þá var é gfriðsæll. Þar fann ég minn stað og mína útrás. Ég kom heim og fór sáttur að sofa á kvöldin,“ segir Heiðar Logi sem kynntist ekki brimbrettum fyrr en um sextán ára aldur. Það var vinur Heiðars Loga sem kynnti hann fyrst fyrir brimbrettum en sá hafði rennt sér með honum á snjóbretti um tíma og átti auka brimbretti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár