Ástarjátning í hlekkjum - BDSM 101
Viðtal

Ástar­játn­ing í hlekkj­um - BDSM 101

Petra seg­ist ekki skilja róm­an­tísk­ar mynd­ir þvi þar sé sí­fellt ver­ið að fara yf­ir mörk fólks. Mar­grét upp­lif­ir BDSM sem eitt­hvað mun dýpra en það sem mað­ur ger­ir í svefn­her­berg­inu. Nonni tjá­ir kon­unni sinni ást sína með því hvernig hann fær­ir henni kaffi. Þau eru öll í BDSM sam­tök­un­um, segja af­ar sárt hvernig hat­ursorð­ræða í garð hóps­ins hef­ur grass­er­að og vilja ein­fald­lega bara fá að vera til.
Valkyrjurnar vakna
Viðtal

Val­kyrj­urn­ar vakna

Kolfinna Nikulás­dótt­ir stofn­aði gym-klúbb með nokkr­um vin­kon­um sín­um sem þær kalla Val­kyrj­ur Vakna en einka­þjálf­ar­inn þeirra er ein­mitt Guð­mund­ur Em­il Jó­hanns­son, sem þær kalla Gem­il, sem hef­ur ver­ið að þjálfa karla und­ir for­merkj­un­um Vík­ing­ar vakna. Vin­kon­urn­ar hafa hver sína ástæðu fyr­ir því að vilja ann­ars veg­ar verða sterk­ar og hins veg­ar mæta í rækt­ina þrisvar í viku.
Myndir mínar gefa mér tilgang
Viðtal

Mynd­ir mín­ar gefa mér til­gang

Ári eft­ir að Jó­hann­es Hrefnu­son Karls­son lá í dái á banda­rísk­um spít­ala opn­aði hann ljós­mynda­sýn­ingu á end­ur­hæf­ing­ar­deild Grens­áss. Ljós­mynd­un­in er hans leið í end­ur­hæf­ing­ar­ferl­inu til að tjá sig. Þá er mál­stol­ið, sem er hans stærsta áskor­un eft­ir veik­ind­in, ekki að þvæl­ast fyr­ir. „Mynd seg­ir meira en þús­und orð“ á svo sann­ar­lega við um Jóa.
Ingunn segir fréttir á Tiktok – „Mér finnst eins og ég nái til fólks sem ég náði ekki til áður“
Viðtal

Ing­unn seg­ir frétt­ir á Tikt­ok – „Mér finnst eins og ég nái til fólks sem ég náði ekki til áð­ur“

Frétta­mað­ur­inn Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir býr til frétta­efni fyr­ir sam­fé­lags­miðla RÚV. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir sínu starfi og vill að meiri áhersla verði lögð á að miðla frétt­um þar sem fólk­ið er. Þeg­ar hún vel­ur hvaða frétt­ir hún deil­ir á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að hún vilji „fræða fólk. Ég vil út­skýra flók­in mál á ein­fald­an hátt. Ég vil jafn­vel skemmta fólki. Kannski veita fólki inn­blást­ur. Reyna að leit­ast við svör við erf­ið­um spurn­ing­um sem eru í gangi.“
Máttur morgunhananna
Viðtal

Mátt­ur morg­un­han­anna

Til­hugs­un­in um að stilla vekj­ara­klukk­una klukk­an 5:00 er kannski ekki heill­andi. En ávinn­ing­ur­inn get­ur ver­ið stór­kost­leg­ur. Það segja að minnsta kosti morg­un­han­arn­ir. Hreyf­ing, hug­leiðsla og smá sjálfs­rækt geta gert gæfumun­inn. „Trikk­ið er að fara á fæt­ur áð­ur en haus­inn fer að segja þér eitt­hvað ann­að,“ seg­ir morg­un­han­inn Dag­björt Rún­ars­dótt­ir.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Fólkið sem hefur ekki fengið fjölskyldusameiningu bíður í von og ótta
Viðtal

Fólk­ið sem hef­ur ekki feng­ið fjöl­skyldusam­ein­ingu bíð­ur í von og ótta

Ah­med Omr­an er sex­tán ára dreng­ur frá Palestínu sem hef­ur ekki getað sótt um fjöl­skyldusam­ein­ingu því sjálf­ur fékk hann ekki vernd fyrr en í gær. Fað­ir hans er sótt­varn­ar­lækn­ir á Gaza. Um 200 um­sókn­ir um dval­ar­leyfi fyr­ir palestínska rík­is­borg­ara á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar eru óaf­greidd­ar. Fat­ma Al­bayyouk bíð­ur eft­ir svari fyr­ir for­eldra sína og bræð­ur, en að­eins fað­ir henn­ar upp­fyll­ir skil­yrð­in.

Mest lesið undanfarið ár