Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sögurnar um erfiðu tengdamömmuna að fjara út

Í gegn­um tíð­ina hafa tengda­mömm­ur ver­ið hafð­ar að háði og spotti í formi brand­ara og skop­mynda. Á sama tíma má finna lof­ræð­ur um tengda­mömm­ur, nema þær birt­ast í minn­ing­ar­grein­um. Að þessu komst þjóð­fræð­ing­ur­inn Ei­rík­ur Valdi­mars­son, en hann er á því að þetta sé að breyt­ast. Sem bet­ur fer.

Af hverju er til ógrynni af bröndurum og skopmyndum þar sem tengdamæður eru gjarnan hafðar að háði og spotti?

Þessari spurningu hefur þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson velt fyrir sér og reynt að komast til botns í. „Það er eitt af einkennum okkar þjóðfræðinga að skipta sér af eiginlega öllu og því skrýtnara, því betra. Stundum,“ segir Eiríkur sem var í óða önn að undirbúa fræðsluerindi um tengdamæður þegar blaðamaður náði tali af honum.  

„Þetta er mjög áhugavert efni þegar betur er að gáð. Tengdamömmubrandarar virðast hafa verið helvíti stórt grín hér á landi,“ heldur Eiríkur áfram. Við nánari skoðun á tengdamömmum út frá þjóðfræðinni kemur í ljós að um er að ræða skemmtiefni sem byggir á ímynd sem margir hafa heyrt og séð: að tengdamæður séu uppáþrengjandi, yfirgangs- og afskiptasamar – sumsé býsna erfiðar manneskjur. 

„Tengdamömmubrandarar virðast hafa verið helvíti stórt grín hér á landi“
Eiríkur Valdimarsson,
þjóðfræðingur

En er það …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Svo er sagan um ömmuna sem dó í fjölskylduferð á Spáni á fjölskyldubílnum. Vegna ótta við allt vesenið á landamærum á bakaleiðinni var amman sett í skottið eða í farangursboxið. Svo var bílnum auðvitað stolið. Gömul saga sem hefur þótt fyndin og fjölskyldan hefur alltaf átt fulla samúð en amma fannst aldrei
    0
  • GV
    Grétar Vésteinsson skrifaði
    Þarfasti þjóninn. eru eldriborgarar.
    0
  • Kristján Jóhann Jónsson skrifaði
    Skemmtileg þessi skrif um tengdamæður. Ég giska á að þær hafi löngum snúist til varnar fyrir dætur sínar þegar eiginmennirnir fóru illa með þær. Ef til vill skýrir það að einhverju leyti andúð karla á tengdamæðrum.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár