Myndir mínar gefa mér tilgang
Listamaður Ljósmyndun er eitt form listsköpunar sem Jóhannes Hrefnuson Karlsson hefur lagt fyrir sig. Sirkuslist, blöðrulist, þrívíddarskúlptúrgerð, kertagerð og leiklist eru honum einnig hugleikin. En ljósmyndunin átti sviðið við opnun sýningarinnar Fyrir og eftir í síðustu viku. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Myndir mínar gefa mér tilgang

Ári eft­ir að Jó­hann­es Hrefnu­son Karls­son lá í dái á banda­rísk­um spít­ala opn­aði hann ljós­mynda­sýn­ingu á end­ur­hæf­ing­ar­deild Grens­áss. Ljós­mynd­un­in er hans leið í end­ur­hæf­ing­ar­ferl­inu til að tjá sig. Þá er mál­stol­ið, sem er hans stærsta áskor­un eft­ir veik­ind­in, ekki að þvæl­ast fyr­ir. „Mynd seg­ir meira en þús­und orð“ á svo sann­ar­lega við um Jóa.

Ljósmyndir fanga augnablikið og búa til minningar. En myndir eru meira en það fyrir Jóhannes Hrefnuson Karlsson. „Fyrir mér eru ljósmyndir ein tjáningarleið. Myndir mínar vekja tilfinningar og segja sögu mína, en líka, gefa mér einhvern tilgang, eitthvað til að stefna að. Ég veit að það hljómar pínu klisjulegt, en ein mynd segir meira en þúsund orð. Sérstaklega hjá mér.“

Með „sérstaklega hjá mér mér“ á Jói, eins og hann er gjarnan kallaður, við hans helstu áskorun sem hann hefur tekist á við síðustu 12 mánuði en hann glímir við mikið málstol eftir að hafa fengið streptókokkasýkingu í heila. Rúmt ár er síðan hann vaknaði úr níu daga dái á bandarískum spítala eftir að hafa veikst alvarlega af streptókokkum í heila. Engin leið er að vita af hverju Jói fékk sýkinguna, þetta var bara óheppni, eins og Ylfa Rún Óladóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild Landspítala, orðar það.  

Grensás  – endurhæfingardeild Landspítala …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár