Sumar samfelldra öfga á norðurhveli jarðar
Skýring

Sum­ar sam­felldra öfga á norð­ur­hveli jarð­ar

Óheyri­leg­ur hiti, æð­andi eld­ar og út­breitt raf­magns­leysi vegna álags. Hita­bylgj­ur hafa skoll­ið á sunn­an­verðri Evr­ópu, norð­an­verðri Afr­íku, á Mið-Aust­ur­lönd­um, í Banda­ríkj­un­um og víð­ar dag eft­ir dag, viku eft­ir viku. Júlí er vissu­lega heit­ur víð­ast hvar á norð­ur­hveli en þeg­ar met eru stöð­ugt sleg­in, ham­fara­hiti mæl­ist á mörg­um stöð­um á sama tíma – og þýsk­ir lækn­ar eru farn­ir að mæla með síesta – þá er eitt­hvað af­brigði­legt á seyði.
Dómurinn yfir plastbarkalækninum: „Þessi fjölskylda var eyðilögð“
SkýringPlastbarkamálið

Dóm­ur­inn yf­ir plast­barka­lækn­in­um: „Þessi fjöl­skylda var eyði­lögð“

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini var dæmd­ur fyr­ir all­ar að­gerð­irn­ar þrjár sem hann gerði á Karol­inska-sjúkra­hús­inu. Blaða­mað­ur­inn sem af­hjúp­aði mál­ið, Bosse Lindqvist, seg­ir að dóm­ur­inn hafi af­leið­ing­ar á skaða­bóta­kröf­ur ekkju And­emariams Beyene því nú liggi fyr­ir dómsnið­ur­staða um að að­gerð­in á hon­um hafi ver­ið ólög­leg.
Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram
SkýringLaxeldi

Svört skýrsla en áhrif­in af stærstu slysaslepp­ingu sög­unn­ar hafa ekki kom­ið fram

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur gef­ið út skýrslu um erfða­blönd­un eld­islaxa og villtra ís­lenskra laxa. Þó að erfðla­blönd­un­in sem bent er á í skýrsl­unni sé tals­verð þá tek­ur hún ekki til stærstu slysaslepp­ing­ar Ís­lands­sög­unn­ar upp á 82 þús­und laxa. Guðni Guð­bergs­son hjá Hafró seg­ir að áhrif þeirr­ar slysaslepp­ing­ar komi ekki fram fyrr en á næstu ár­um.
Skatttekjur metnar 69 milljörðum lægri í fyrra vegna breytinga í tíð núverandi stjórnar
Skýring

Skatt­tekj­ur metn­ar 69 millj­örð­um lægri í fyrra vegna breyt­inga í tíð nú­ver­andi stjórn­ar

Í svari sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur sett fram á vef Al­þing­is er rak­ið hvaða skatt­kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ráð­ist í og hvernig þær hafa haft áhrif á tekju­öfl­un rík­is­sjóðs. Tekju­skatts­lækk­un­in sem sam­þykkt var 2019 er helsti lið­ur­inn í þeim breyt­ing­um sem nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur inn­leitt, en heild­aráhrif­in voru met­in á 69,4 millj­arða til lækk­un­ar á tekj­um rík­is­sjóðs á síð­asta ári.
Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum
Skýring

Skað­leg karl­mennska eyk­ur þögg­un um kyn­ferð­is­brot gegn drengj­um

Skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku minnka lík­ur á að dreng­ir og karl­menn sem hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi leiti sér hjálp­ar. Þetta eru rang­hug­mynd­ir á borð við að karl­menn eigi alltaf að vera til í kyn­líf, þeir séu þátt­tak­end­ur ef þeir örv­ast lík­am­lega við of­beld­ið og að þeir sem hafi ver­ið mis­not­að­ir muni mis­nota aðra. Á fimmta hundrað karl­menn hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Stíga­mót­um á síð­ustu tíu ár­um.
Hreyfing með óteljandi andlit
Skýring

Hreyf­ing með ótelj­andi and­lit

Þau hafa hlekkj­að sig við einka­þot­ur. Far­ið í setu­verk­fall á hrað­braut­um. Brot­ið glugga í banka og reynt að raska vél­ræn­um takti ið­andi stór­borga. Ver­ið hand­tek­in í hundraða vís. En þeg­ar neyð­ar­ástand skap­ast get­ur þurft að brjóta gler­ið, segja þau. Láta í sér heyra. Ekki vera bara stillt, prúð og hlýð­in. Og neyð­in vof­ir yf­ir með sí­vax­andi lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um.
Sagan af því þegar Kristján slúttaði vertíð og kenndi frekum sjómönnum um
SkýringHvalveiðar

Sag­an af því þeg­ar Kristján slútt­aði ver­tíð og kenndi frek­um sjó­mönn­um um

Ár­ið 2012 hætti Kristján Lofts­son við að fara á hval­veiði­ver­tíð. Upp­gef­in ástæða var sú að Sjó­manna­fé­lag­ið gerð­ist svo djarft að setja fram kröf­ur um að Hval­ur hf. bætti hval­föng­ur­um af­nám sjó­manna­afslátt­ar­ins. Fyr­ir­hug­uð upp­gripa­vinna við hval­veið­ar og hvalskurð fyr­ir um hundrað manns það sumar­ið varð að engu, án þess að sam­tök vinn­andi fólks risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar.
Með atvinnulífið í DNA og elskar majones – Nærmynd af Guðrúnu Hafsteinsdóttur
Skýring

Með at­vinnu­líf­ið í DNA og elsk­ar maj­o­nes – Nær­mynd af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir er talskona at­vinnu­lífs­ins og hef­ur þar kom­ið víða við í stjórn­um og nefnd­um. Að­eins 23 ára tók hún við sem fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins Kjöríss þeg­ar fað­ir henn­ar lést. Guð­rún styð­ur einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu og finnst 20 millj­ón­ir í skatt­frjáls­an arf frá for­eldr­um vera lág upp­hæð. Hún er mik­il mat­kona, er vit­an­lega hrif­in af ís en elsk­ar ekki síð­ur maj­o­nes og síld. Í dag tók hún við lykl­un­um að dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið undanfarið ár