Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans
Rannsókn

Svipti sig lífi á geð­deild Land­spít­al­ans

Sverr­ir Örn Sverris­son lést 26 ára gam­all, um sól­ar­hring eft­ir að eft­ir­lit með hon­um var lækk­að með þeim til­mæl­um að hann ætti sjálf­ur að láta vita ef líð­an­in versn­aði, jafn­vel þótt hann lýsti leið­um til sjálfs­vígs inni á deild­inni. Tíu dög­um áð­ur hafði ann­ar ung­ur mað­ur fram­ið sjálfs­víg á geð­deild, en spít­al­inn var­aði við um­fjöll­un um mál­ið. „Við héld­um að hann væri kom­inn á ör­ugg­an stað,“ segja bræð­ur hans, sem greina frá því sem gerð­ist.
Rúmlega helmingur þjóðarinnar telur stéttaskiptingu vera mikla á Íslandi
RannsóknVelferðarmál

Rúm­lega helm­ing­ur þjóð­ar­inn­ar tel­ur stétta­skipt­ingu vera mikla á Ís­landi

Mark­tæk­ur mun­ur á við­horf­um kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar til stétta­skipt­ing­ar og ójöfn­uð­ar í sam­fé­lag­inu og kjós­end­um flestra annarra flokka. Kjós­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Við­reisn­ar telja fé­lags­leg­an jöfn­uð meiri en kjós­end­ur annarra flokka. Rann­sókn­ir sýna að ójöfn­uð­ur hef­ur auk­ist á Ís­landi síð­ast­lið­in 30 ár. Stund­in birt­ir við­horfs­könn­un um stétta­skipt­ingu á Ís­landi.
Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn
Rannsókn

Ásmund­ur fékk nærri fjór­um sinn­um meira í akst­urs­gjöld en ökugl­að­asti norski þing­mað­ur­inn

Nor­eg­ur og Sví­þjóð veittu Stund­inni ít­ar­legt yf­ir­lit yf­ir akst­urs­gjöld þing­manna sinna. Dan­mörk, eins og Ís­land, veit­ir ekki þess­ar upp­lýs­ing­ar en þar eru greiðsl­ur lægri og regl­ur skýr­ari. Ásmund­ur Frið­riks­son er að öll­um lík­ind­um Norð­ur­landa­meist­ari í akstri á eig­in bif­reið í vinn­unni. End­ur­greiðsl­ur til ís­lenskra þing­manna á hvern keyrð­an kíló­metra eru miklu hærri á Ís­landi en í Sví­þjóð og Nor­egi.
Hann saklaus en þær í sárum
Rannsókn

Hann sak­laus en þær í sár­um

Klofn­ing­ur varð í sam­fé­lag­inu á Sauð­ár­króki eft­ir að ung kona kærði vin­sæl­an fót­boltastrák fyr­ir nauðg­un. Stund­in hef­ur rætt við tólf kon­ur vegna máls­ins, sem kvarta all­ar und­an fram­göngu manns­ins og lýsa því hvernig hann fær öll tæki­fær­in og starf­aði sem fyr­ir­mynd barna á með­an þær glímdu við af­leið­ing­arn­ar. Stúlk­urn­ar segj­ast hafa ver­ið dæmd­ar af sam­fé­lag­inu, for­eldr­ar þeirra lýsa þögn­inni sem mætti þeim, en kær­um á hend­ur mann­in­um var vís­að frá.
„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands
RannsóknMetoo

„Skelfi­leg­ar sög­ur“ úr Kvik­mynda­skóla Ís­lands

Kvik­mynda­skóli Ís­lands hef­ur gjör­breytt lands­lag­inu í ís­lenskri kvik­mynda­gerð, enda hika nem­end­ur ekki við að greiða rán­dýr skóla­gjöld­in til að láta drauma sína ræt­ast. Ung­ar kon­ur sem hafa far­ið í gegn­um leik­list­ar­nám­ið segja hins veg­ar frá marka­leysi og óvið­eig­andi sam­skipt­um við kenn­ara, að­gerð­ar­leysi stjórn­enda og karllæg­um kúltúr þar sem nem­end­um var kennt að brjóst selja.
Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær
RannsóknEngeyingum bjargað

Bjarni fór í fjór­ar boðs­ferð­ir en sagð­ist hafa far­ið í tvær

Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist að­eins hafa far­ið í tvær boðs­ferð­ir á veg­um bank­anna þeg­ar hann var spurð­ur ár­ið 2009. Bjarni, sem var þing­mað­ur á þeim tíma, var hins veg­ar skráð­ur í fimm boðs­ferð­ir sam­kvæmt gögn­um sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um og fór að minnsta kosti í fjór­ar þeirra. Hann er einn þriggja stjórn­mála­manna sem rann­sókn­ar­skýrsla Al­þing­is grein­ir frá að hafi far­ið í boðs­ferð­ir.
Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
Rannsókn

Vitn­is­burð­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar í Vafn­ings­mál­inu stang­ast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.
Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi 1200 millj­ón­ir í Sjóði 9 tveim­ur tím­um fyr­ir lok­un

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.
Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.

Mest lesið undanfarið ár