Fatlaður maður var vistaður í kvennafangelsi
Rannsókn

Fatl­að­ur mað­ur var vist­að­ur í kvennafang­elsi

Ólaf­ur Haf­steinn Ein­ars­son var, í lok ní­unda ára­tugs­ins, vist­að­ur í opnu kvennafang­elsi á Suð­ur­landi þar sem fang­ar sem höfðu með­al ann­ars fram­ið mann­dráp afplán­uðu dóma sína. Þar upp­lifði hann nið­ur­læg­ingu og harð­ræði, og leið eins og hann væri fangi. Ólafi leið svo illa að hann strauk úr fang­els­inu og gekk til Reykja­vík­ur, en hann er lög­blind­ur. Hann kall­ar eft­ir rann­sókn Al­þing­is á vistheim­il­um sem voru starf­rækt á þess­um tíma.
Bjarni fór í fjórar boðsferðir en sagðist hafa farið í tvær
RannsóknEngeyingum bjargað

Bjarni fór í fjór­ar boðs­ferð­ir en sagð­ist hafa far­ið í tvær

Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist að­eins hafa far­ið í tvær boðs­ferð­ir á veg­um bank­anna þeg­ar hann var spurð­ur ár­ið 2009. Bjarni, sem var þing­mað­ur á þeim tíma, var hins veg­ar skráð­ur í fimm boðs­ferð­ir sam­kvæmt gögn­um sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um og fór að minnsta kosti í fjór­ar þeirra. Hann er einn þriggja stjórn­mála­manna sem rann­sókn­ar­skýrsla Al­þing­is grein­ir frá að hafi far­ið í boðs­ferð­ir.
Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
Rannsókn

Vitn­is­burð­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar í Vafn­ings­mál­inu stang­ast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.
Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi 1200 millj­ón­ir í Sjóði 9 tveim­ur tím­um fyr­ir lok­un

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.
Benedikt var leystur undan sjálfskuldarábyrgð skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bene­dikt var leyst­ur und­an sjálf­skuld­arábyrgð skömmu fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is

Slita­stjórn Glitn­is tók tvö mál tengd Bene­dikt Sveins­syni til skoð­un­ar eft­ir hrun. Hann seldi hluta­bréf sín í Glitni fyr­ir um 850 millj­ón­ir króna rétt eft­ir að­komu að Vafn­ings­flétt­unni sem tal­in var auka áhættu bank­ans. Hann inn­leysti svo 500 millj­ón­ir úr Sjóði 9 þrem­ur dög­um fyr­ir þjóð­nýt­ingu Glitn­is og milli­færði til Flórída.
Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett
Rannsókn

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett

Bjarni Bene­dikts­son, þá­ver­andi þing­mað­ur og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber ár­ið 2008. Þann 6. októ­ber miðl­aði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hluta­bréfa­sölu Bjarna í Glitni í fe­brú­ar 2008 en hann fund­aði með banka­stjóra Glitn­is tveim­ur dög­um áð­ur en hann byrj­aði að selja bréf­in.
Loforð og peningar takast á við náttúruvernd á Ströndum
Rannsókn

Lof­orð og pen­ing­ar tak­ast á við nátt­úru­vernd á Strönd­um

Kanadískt orku­fyr­ir­tæki hef­ur boð­að marg­vís­leg­ar um­bæt­ur á lífi fólks á Strönd­um, ef það fær að virkja í Hvalá, en seg­ist ekki vilja semja um það fyr­ir­fram. Í skert­um inn­við­um og lágri op­in­berri fjár­fest­ingu verða sam­fé­lög­in lík­legri til að fórna nátt­úru gegn vil­yrði einka­fyr­ir­tækja um bætta inn­viði.
Leyniflétta Júlíusar Vífils rakin upp
RannsóknPanamaskjölin

Leyniflétta Júlí­us­ar Víf­ils rak­in upp

Borg­ar­full­trú­inn fyrr­ver­andi, Júlí­us Víf­ill Ingvars­son, sem er til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara vegna „rök­studds gruns“ um stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti, sagði í sam­tali við Stund­ina að pen­ing­ar, sem hann geymdi á af­l­ands­svæði ættu sig sjálf­ir, og að upp­taka af sam­tali hans og Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns, um hvernig forð­ast mætti að greiða skatt af þeim, væri föls­uð. Júlí­us Víf­ill hef­ur kom­ið með eng­ar eða vill­andi skýr­ing­ar, auk þess að neita að upp­lýsa um mál­ið.
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Rannsókn

Hrædd við skiln­ings­leysi og kerf­is­breyt­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur boð­að stór­felld­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­um ör­yrkja með inn­leið­ingu starfs­getumats sem á að liðka fyr­ir at­vinnu­þátt­töku ör­yrkja með já­kvæð­um hvöt­um í kerf­inu. Rann­sókn­ir benda til þess að upp­taka á slíku kerfi í ná­granna­ríkj­um hafi ekki leitt til auk­inn­ar at­vinnu ör­yrkja, held­ur leitt til auk­inna sjálfs­víga og fjölg­un­ar áskrifta á þung­lynd­is­lyf. Ör­yrkj­ar ótt­ast af­leið­ing­ar þess að þetta kerfi verði tek­ið upp. Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra seg­ist vilja auka virkni ör­yrkja.
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Á ferð með eft­ir­lit­inu: Lyg­ar, ótti og reiði í Villta vestr­inu

Blaða­mað­ur kynnt­ist ótta er­lendra starfs­manna og ósann­ind­um og reiði vinnu­veit­enda í eft­ir­lits­ferð ASÍ og SA um vinnu­staði á Snæ­fellsnes­inu. Dæmi fund­ust um starfs­fólk á 100 þús­und króna mán­að­ar­laun­um, fólk án ráðn­inga­samn­inga, vanefnd­ir á launa­tengd­um greiðsl­um og sjálf­boða­liða í stað laun­aðs starfs­fólks. Sér­fræð­ing­ar segja að vinnu­staða­brot gegn starfs­fólki séu að fær­ast í auk­anna.
Það sem SÁÁ vill ekki tala um
Rannsókn

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Með­ferð SÁÁ snýst um að lækna „lífs­hættu­leg­an heila­sjúk­dóm,“ en kon­ur hafa upp­lif­að ógn­an­ir og áreitni frá dæmd­um brota­mönn­um í með­ferð­inni. Ung stúlka lýs­ir því hvernig hún hætti í með­ferð vegna ógn­ana og áreit­is. Vin­kona móð­ur henn­ar var vik­ið fyr­ir­vara­laust úr með­ferð án skýr­inga, eft­ir að hún til­kynnti um áreitni, og ekki vís­að í önn­ur úr­ræði þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins. For­svars­menn SÁÁ segja gagn­rýni ógna ör­yggi og heilsu annarra sjúk­linga og vísa henni á bug.
Skuggahlið ferðamennskunnar: Draumurinn á Íslandi breytist í martröð
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði

Skugga­hlið ferða­mennsk­unn­ar: Draum­ur­inn á Ís­landi breyt­ist í mar­tröð

„Mér fannst eins og það væri kom­ið fram við mig sem þræl úr þriðja heims landi,“ seg­ir kona frá Póllandi um reynslu sína af því að starfa í ferða­þjón­ustu á Ís­landi. Með ör­um vexti ferða­manna­iðn­að­ar á Ís­landi hafa skap­ast kjörn­ar að­stæð­ur fyr­ir brot þar sem vinnu­veit­end­ur nýta sér van­þekk­ingu er­lendra starfs­manna.
Fangelsi án lausnar
Rannsókn

Fang­elsi án lausn­ar

Í fang­els­inu á Hólms­heiði eru kon­ur lok­að­ar inni vegna brota sem þær frömdu und­ir áhrif­um áfeng­is- og vímu­efna. Fá úr­ræði eru hins veg­ar til stað­ar inni í fang­els­inu til þess að mæta þess­um vanda, þar sem einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir öll­um föng­um í fang­els­um og eng­inn með­ferð­ar­gang­ur er fyr­ir kon­ur. Það er ekki held­ur neitt sem tek­ur við þeim þeg­ar þær ljúka afplán­un, og þær lýsa því hvernig þær fara beint úr fang­elsi á göt­una og það­an aft­ur inn í fang­els­ið. Þetta er víta­hring­ur sem þú fest­ist í, segja þær.

Mest lesið undanfarið ár