Syndir Varnarliðsins: Blýmengun í drykkjarvatni á Ásbrú
Rannsókn Stundarinnar sýnir að enn mælist blý í drykkjarvatni á Ásbrú í Reykjanesbæ, og var allt að tvö þúsund sinnum meiri en leyfilegt var þegar verst lét. Blý getur haft óafturkræf og alvarleg áhrif á heilsu fólks, sérstaklega barna.
RannsóknSamherjaskjölin
Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja
Myndin er að skýrast í mútumáli Samherja í Namibíu. Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lét undirmann sinn í ráðuneytinu þvætta peninga sem hann og viðskiptafélagar hans fengu frá Samherja. Í greinargerð ríkissaksóknarans í Namibíu er upptalning á þeim félögum og aðferðum sem Namibíumennirnir beittu til að hylja slóð mútugreiðslnanna frá Samherja.
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi
Plastleyndarmál Íslands
Tölur um endurvinnslu á plasti íslenskra neytenda eru sagðar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Stór hluti þess er brenndur af umdeildu sænsku fyrirtæki. Plastmengun er mikil á ströndum Íslands og vísbendingar eru um að veiðarfæri séu skilin eftir í hafi eða urðuð.
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar
Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
Birtingu nýrra laga um laxeldi var frestað í fyrrasumar að beiðni starfsmanns atvinnuvegaráðuneytisins. Frestunin fól í sér að laxeldisfyrirtækin Arctic Fish, **Arnarlax og Laxeldi Austfjarða gátu skilað inn gögnum til Skipulagsstofnunar áður en nýju lögin tóku gildi. Starfsmaðurinn var sendur í leyfi þegar upp komst um málið og starfar ekki lengur í ráðuneytinu. Engin dæmi eru fyrir sambærilegum afskiptum af birtingu laga.
RannsóknSamherjaskjölin
Hljóðritaði samtal við fyrrverandi starfsmann Seðlabankans og skrifaði skýrslu um það fyrir Samherja
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og ráðgjafi Samherja, fékk upplýsingar frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum Seðlabanka Íslands um rannsókn bankans á Samherja. Annar starfsmaðurinn vissi ekki að Jón Óttar væri að vinna fyrir Samherja og vissi ekki að samtalið við hann væri hljóðritað. Seðlabankamál Samherja hefur opinberað nýjan verueika á Íslandi þar sem stórfyrirtæki beitir áður óþekktum aðferðum í baráttu sinni gegn opinberum stofnunum og fjölmiðlum.
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði
Föst á Íslandi og fá ekki laun
Núverandi og fyrrverandi starfsfólk Messans upplifir sig svikið af eigendum fyrirtækisins. Þau lýsa erfiðum starfsaðstæðum og eru sum hver föst á Íslandi án launa. Starfsfólkið segist ekki hafa verið látið vita af Covid-smiti í hópnum. Framkvæmdastjóri segist sjálfur ekki eiga peninga fyrir mat eða húsnæðislánum.
RannsóknSamherjaskjölin
„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
Forsvarsmenn Samherja í Namibíu, meðal annars Jón Óttar Ólafsson „rannsóknarlögreglumaður“, leituðu allra leiða til að lækka skattgreiðslur. Samherji þurfti að bregðast við nýjum lögum um tekjuskatt í Namibíu en sjómenn fyrirtækisins höfðu þá lent í vandræðum gagnvart skattinum vegna þess að launin voru greidd út ósköttuð í gegnum skattaskjól.
RannsóknSamherjaskjölin
Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
Norski stórbankinn DNB NOR lét loka bankareikningum félagsins Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum í fyrra. Samherji notaði félagið til að greiða laun sjómanna sinn í Namibíu. 9,1 milljarður fór í gegn án þess að DNB NOR vissi nokkurn tímann hver ætti fyrirtækið.
RannsóknSamherjaskjölin
Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.
Rannsókn
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
Íslenskt sjálfsvarnarnámskeið þar sem konur læra að lifa af hryðjuverkaárásir, mannrán og heimilisofbeldi, er gagnrýnt fyrir að nota ofbeldi í auglýsingaskyni og tengja sig við lögregluna, þótt lögreglan hafni samstarfi. Í kynningarefni frá námskeiðshöldurum nota konur meðal annars hríðskotabyssur, skammbyssur og hnífa.
RannsóknMetoo
Börnin segja frá séra Gunnari
Sex konur sem Stundin ræddi við segja séra Gunnar Björnsson hafa áreitt sig þegar þær voru á barns- og unglingsaldri. Atvikin áttu sér stað yfir meira en þriggja áratuga skeið á Ísafirði, Flateyri og Selfossi þegar Gunnar var sóknarprestur og tónlistarkennari. Gunnar segir að samviska sín sé hrein.
Rannsókn
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Þegar erfiðleikar komu upp hjá Glitni og stórum hluthöfum, fyrst í febrúar 2008 og svo í september, skiptist Bjarni Benediktsson á upplýsingum við stjórnendur Glitnis og sat fundi um stöðu bankanna meðan hann sjálfur, faðir hans og föðurbróðir komu gríðarlegum fjármunum í var. Hér er farið yfir atburðarásina í máli og myndum.
Rannsókn
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
„Hæ, ... ég er níu ára. Þegar ég var lítil var ég misnotuð af pabba mínum,“ segir í dagbókarfærslu ungrar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kynferðislegri misnotkun föður síns. Engu að síður var hún neydd til umgengni við hann. Í kjölfarið braut hann líka á yngri systur hennar. Gögn sýna að stúlkurnar vildu ekki umgangast föður sinn og frásagnir af kynferðisofbeldi bárust margoft til yfirvalda. Málið var aldrei meðhöndlað sem barnaverndarmál.
Rannsókn
Svona notuðu Bjarni Benediktsson og Engeyjarfjölskyldan Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, nú fjármálaráðherra, stýrði fjárfestingum fyrirtækjaveldis föður síns og föðurbróður á bak við tjöldin á árunum fyrir hrunið 2008. Engeyingarnir voru ráðandi hluthafar Íslandsbanka og vék bankinn ítrekað frá vinnureglum til að ganga erinda þeirra.
Rannsókn
Svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans
Sverrir Örn Sverrisson lést 26 ára gamall, um sólarhring eftir að eftirlit með honum var lækkað með þeim tilmælum að hann ætti sjálfur að láta vita ef líðanin versnaði, jafnvel þótt hann lýsti leiðum til sjálfsvígs inni á deildinni. Tíu dögum áður hafði annar ungur maður framið sjálfsvíg á geðdeild, en spítalinn varaði við umfjöllun um málið. „Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ segja bræður hans, sem greina frá því sem gerðist.
RannsóknAuðmenn
Landið sem auðmenn eiga
Auðmenn, bæði íslenskir og erlendir, hafa keypt upp fjölda jarða um land allt undanfarna áratugi. Stórtækastir eru James Ratcliffe og Jóhannes Kristinsson á Norðausturlandi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.