Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Ótti og grát­ur eft­ir störf á far­fugla­heim­ili á Sel­fossi

Sumar­ið 2014 voru tvær pólsk­ar kon­ur ráðn­ar í starf á Far­fugla­heim­il­inu á Sel­fossi. Him­inn og haf var á milli þess hvernig starf­ið var aug­lýst og hvernig það var í raun. Vinnu­tími var mun lengri, frí var mun minna, mat­ur var ekki innifal­inn og laun ekki greidd. Með hjálp stétt­ar­fé­lags­ins Bár­unn­ar tókst þeim að flýja og sækja þau laun sem þau áttu inni. Eig­andi far­fugla­heim­il­is­ins seg­ir mál­ið vera upp­spuna og vís­ar í regl­ur sem ekki eru til.
Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu
ÚttektFerðaþjónusta

Þeir sem þrífa disk­ana og drífa áfram hag­vöxt í nýja góðær­inu

Er­lendu vinnu­afli fjölg­ar í lág­launa­störf­um tengd­um ferða­þjón­ustu. Síð­ustu ár hef­ur ferða­þjón­ust­an drif­ið áfram mik­inn hag­vöxt og kaup­mátt­ur launa er nú í sögu­legu há­marki. Er­lend­ir starfs­menn lenda á botni tekju­skipt­ing­ar­inn­ar og vinna störf við ræst­ing­ar og þjón­ustu sem knýja áfram vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar.
Fóstrum með Downs hvergi eins markvisst eytt og hér
Úttekt

Fóstr­um með Downs hvergi eins mark­visst eytt og hér

Downs-heil­kenn­ið er hvorki sjúk­dóm­ur né van­sköp­un, þrátt fyr­ir að vera sett und­ir þá skil­grein­ingu í lög­um um fóst­ur­eyð­ing­ar. Þetta árétt­ar Þór­dís Inga­dótt­ir, formað­ur Fé­lags áhuga­fólks um Downs-heil­kenn­ið, sem seg­ir að auk­inn­ar um­ræðu sé þörf í sam­fé­lag­inu og á vett­vangi stjórn­mála um þá stað­reynd að nær öll­um fóstr­um sem grein­ast með Downs-heil­kenni sé eytt hér á landi.
Hinn ósnertanlegi
Úttekt

Hinn ósnert­an­legi

Fyr­ir hvað stend­ur for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands og hvað dríf­ur hann áfram? Karl Th. Birg­is­son grein­ir fer­il og áhersl­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sýndu sig á fyrstu ár­um þing­mennsk­unn­ar. Hann var af­kasta­lít­ill á Al­þingi og lagði höf­uð­áherslu á að leggja nið­ur rík­is­stofn­an­ir. Þá vildi hann minnka að­komu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að fyr­ir­tækja­samr­un­um.
Forsætisráðherra af gráu svæði stjórnmála og viðskipta
Úttekt

For­sæt­is­ráð­herra af gráu svæði stjórn­mála og við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son var um­svifa­mik­ill í við­skipt­um sam­hliða þing­mennsku. Fé­lög sem hann stýrði eða átti að­komu að stefna í að skilja eft­ir sig tæp­lega 130 millj­arða króna af af­skrift­um, sem nem­ur næst­um því tvö­faldri upp­hæð leið­rétt­ing­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Bjarni og fað­ir hans tóku ákvarð­an­ir um sölu hluta­bréfa þeg­ar hann var í kjör­að­stæð­um til að njóta upp­lýs­inga sem al­menn­ur að­ili á mark­aði hafði ekki.
Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Sannfæringarkraftur Gunnars Smára
ÚttektFjölmiðlamál

Sann­fær­ing­ar­kraft­ur Gunn­ars Smára

Karl Th. Birg­is­son hef­ur fylgst með kafla­skrif­um Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar í ís­lenskri fjöl­miðla­sögu, allt frá því að hann fór að vinna fyr­ir hann á Press­unni ár­ið 1991. Af öll­um þeim hug­mynd­um sem Gunn­ar Smári hef­ur hrint í fram­kvæmd lifa Frétta­blað­ið og Vís­ir.is lengst, en sann­fær­ing­in, sann­fær­ing­ar­kraft­ur­inn og eng­ar efa­semd­ir ein­kenna Gunn­ar Smára. Og vita­skuld reikni­vél­in og Excel-skjöl­in til að telja fólki trú um að sann­fær­ing­in skili líka arði. Sem hún ger­ir í fæst­um til­vik­um.
Ungt fólk flýr klær GAMMA og heldur sig í hreiðrinu
Úttekt

Ungt fólk flýr klær GAMMA og held­ur sig í hreiðr­inu

Stór leigu­fé­lög kaupa sí­fellt fleiri eign­ir og hækka leig­una um tugi pró­senta. Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur hækk­að um rúm sex­tíu pró­sent á síð­ustu sex ár­um. Þá fjölg­ar íbúð­um í út­leigu til ferða­manna sem ýt­ir und­ir hátt leigu­verð. Ungt fólk er að gef­ast upp; flyt­ur úr borg­inni, inn á for­eldra sína eða út fyr­ir land­stein­ana.
Trump: Hvað er það versta sem getur gerst?
ÚttektBandaríki Trumps

Trump: Hvað er það versta sem get­ur gerst?

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sjálf­mið­að­ur og við­kvæm­ur mað­ur sem stefn­ir hrað­byri á að auka völd sín. Hann get­ur kast­að kjarn­orku­sprengju þeg­ar hann vill. Hann komst til valda með því að ala á ótta gagn­vart út­lend­ing­um og minni­hluta­hóp­um og ráð­gjafi hans, sem er kom­inn í þjóðarör­ygg­is­ráð­ið, seg­ir fjöl­miðl­um að „halda kjafti“.
Svona eignastu náttúruperlu og græðir milljarða
Úttekt

Svona eign­astu nátt­úruperlu og græð­ir millj­arða

Saga Bláa lóns­ins er saga mann­gerðr­ar nátt­úruperlu sem varð til fyr­ir slysni en er í dag einn fjöl­sótt­asti ferða­mannastað­ur Ís­lands. En sag­an hef­ur einnig að geyma póli­tísk átök og af­drifa­rík­ar ákvarð­an­ir sem færðu eig­end­um Bláa lóns­ins nátt­úruperluna end­ur­gjalds­laust á sín­um tíma. Mað­ur­inn sem tók veiga­mikl­ar póli­tísk­ar ákvarð­an­ir um fram­tíð Bláa lóns­ins, bæði sem for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Grinda­vík og stjórn­ar­formað­ur Hita­veitu Suð­ur­nesja, er í dag næst­stærsti ein­staki hlut­hafi Bláa Lóns­ins.
Niðurlægingin: Þau verst settu eru skilin eftir
Úttekt

Nið­ur­læg­ing­in: Þau verst settu eru skil­in eft­ir

Ör­yrkj­ar eru brot­hætt­ur hóp­ur fólks á jaðri fá­tækt­ar. Flók­ið al­manna­trygg­inga­kerfi, lág­ur ör­orku­líf­eyr­ir, nið­ur­læg­ing og skömm er raun­veru­leiki okk­ar allra við­kvæm­ustu ein­stak­linga. Vegna kerf­is­ins geta þeir neyðst til að senda barn sitt út af heim­il­inu eða skilja við maka sinn á gam­als aldri til að forð­ast skerð­ing­arn­ar. Þing­menn hafa feng­ið fimmtán­falda kjara­bót á við ör­yrkja á kjör­tíma­bil­inu.
Skýrslan sem kjósendur máttu ekki sjá lýsir „aflandsvæðingu“ og aðgerðaleysi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins 
ÚttektStjórnmálamenn í skattaskjólum

Skýrsl­an sem kjós­end­ur máttu ekki sjá lýs­ir „af­l­and­svæð­ingu“ og að­gerða­leysi í stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins 

Skýrsl­an er áfell­is­dóm­ur yf­ir stjórn­völd­um sem huns­uðu ráð­legg­ing­ar sér­fræð­inga og létu hjá líða að sporna gegn stór­felldri aukn­ingu skattaund­an­skota á út­rás­ar­tím­an­um. Á þess­um ár­um fór Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með fjár­mála­ráðu­neyt­ið en Bjarni Bene­dikts­son seg­ist ekki hafa vilj­að að skýrsl­an væri sett í „kosn­inga­sam­hengi“.

Mest lesið undanfarið ár