„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“
ÚttektACD-ríkisstjórnin

„Staða mála heyrn­ar­lausra er bara til skamm­ar og á ábyrgð stjórn­valda“

Fjöl­skyld­ur heyrn­ar­lausra barna hafa flutt úr landi vegna skorts á úr­ræð­um á Ís­landi. Móð­ir fjór­tán ára drengs, sem get­ur ekki tjáð sig í heil­um setn­ing­um, hræð­ist hvað tek­ur við hjá hon­um að grunn­skóla lokn­um. For­stöðu­mað­ur Sam­skiptamið­stöðv­ar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra seg­ir að heyrn­ar­laus börn verði fyr­ir kerf­is­bund­inni mis­mun­un þar sem ís­lenska kerf­ið sé langt á eft­ir ná­granna­lönd­um okk­ar.
„Þetta sírennsli úr ríkissjóði á ekki að eiga sér stað“
ÚttektAlþingiskosningar 2017

„Þetta sírennsli úr rík­is­sjóði á ekki að eiga sér stað“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, hef­ur ít­rek­að bor­ið sam­an kostn­að við mót­töku flótta­manna og skort á úr­ræð­um fyr­ir fá­tækt fólk á Ís­landi. Inga seg­ir um­ræð­una byggða á mis­skiln­ingi. Gagn­rýni henn­ar bein­ist ein­göngu að kostn­aði við mót­töku fólks sem svo ekki fær leyfi til að búa á Ís­landi. Flokk­ur fólks­ins vill bara taka á móti um 50 kvóta­flótta­mönn­um á hverju ári og seg­ir einn þing­mað­ur flokks­ins að þetta sé vegna hús­næð­is­skorts á Ís­landi.
Bjarni og Glitnistoppanir sem seldu í Sjóði 9 og fólkið sem tapaði
ÚttektViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bjarni og Glitnistopp­an­ir sem seldu í Sjóði 9 og fólk­ið sem tap­aði

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur gert lít­ið úr þeirri stað­reynd að hann seldi hlut­deild­ar­skír­teini í Sjóði 9 í að­drag­anda banka­hruns­ins. Stund­in leit­aði til fólks sem tap­aði á Sjóði 9 og á öðr­um við­skipt­um í að­drag­anda hruns­ins og heyrði sög­ur þeirra. Auk Bjarna seldu marg­ir Glitnistopp­ar all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 rétt fyr­ir hrun.
Mansal: „Auðvitað er þetta líka að gerast á Íslandi“
Úttekt

Man­sal: „Auð­vit­að er þetta líka að ger­ast á Ís­landi“

Eng­in áætl­un er í gildi um að­gerð­ir gegn man­sali og eng­um fjár­mun­um er var­ið í mála­flokk­inn í fjár­lög­um þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem nú kveð­ur. Sér­fræð­ing­ar í man­sals­mál­um segja ekki hægt að byggja mál ein­ung­is á vitn­is­burði þo­lenda vegna við­kvæmr­ar stöðu þeirra, en sú að­ferð hef­ur ver­ið far­in hér á landi. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið sak­fellt fyr­ir man­sal á Ís­landi.
Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu
ÚttektEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Pen­ing­ana eða líf­ið?: Hryll­ing­ur­inn í banda­ríska heil­brigðis­kerf­inu

Banda­ríski lækn­ir­inn og blaða­mað­ur­inn Elisa­bet Rosent­hal dreg­ur upp dökka og ómann­eskju­lega mynd af heil­brigðis­kerf­inu í Banda­ríkj­un­um í nýrri bók. Hún lýs­ir því kerf­is­bund­ið hvernig öll svið heil­brigðis­kerf­is­ins þar í landi hafa orð­ið mark­aðsvædd með skelfi­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir venju­legt fólk sem lend­ir í því að verða veikt.
Þegar hungur er eina vopnið
ÚttektFlóttamenn

Þeg­ar hung­ur er eina vopn­ið

Ramaz­an Fay­ari seg­ist held­ur vilja deyja á Ís­landi, en að vera send­ur aft­ur til Af­gan­ist­an þar sem þjóð­ar­brot hans sæt­ir of­sókn­um og árás­um. Hann hef­ur nú ver­ið í hung­ur­verk­falli í mán­uð. Ís­land held­ur áfram að beita Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi að evr­ópsk stjórn­völd hygg­ist áfram­senda við­kom­andi til Af­gan­ist­an þar sem stríðs­átök hafa færst í auk­ana und­an­far­in ár.

Mest lesið undanfarið ár