Sveitarstjórnarmenn taka sér gríðarlega launahækkun
ÚttektSveitastjórnarmál

Sveit­ar­stjórn­ar­menn taka sér gríð­ar­lega launa­hækk­un

Á sama tíma og sam­komu­lag hef­ur ver­ið í gildi um tak­mörk­un á launa­hækk­un­um al­menn­ings hafa sveit­ar­stjórn­ar­menn feng­ið gríð­ar­leg­ar launa­hækk­an­ir, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar margra þeirra um að þeir tækju ekki sömu hækk­an­ir og þing­menn fengu á kjör­dag. Laun bæj­ar­full­trúa í Kópa­vogi og á Ak­ur­eyri hækk­uðu til dæm­is um rúm­lega 80 pró­sent.
Afturför Tyrklands
ÚttektValdaránið í Tyrklandi

Aft­ur­för Tyrk­lands

Recep Tayyip Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti og fylg­is­menn hans eru að um­turna Tyrklandi fyr­ir opn­um tjöld­um. Þús­und­ir dóm­ara og op­in­berra starfs­manna hafa ver­ið rekn­ir úr störf­um sín­um sak­að­ir um óljós tengsl við and­stæð­inga for­set­ans. Þá hafa hátt í þús­und blaða­menn ver­ið sótt­ir til saka fyr­ir skrif sín. For­set­inn íhug­ar að taka upp dauðarefs­ing­ar að nýju. Íbú­ar Ist­an­búl reyna að fóta sig í ólík­um heimi nú þeg­ar ár er lið­ið frá vald­aránstilraun­inni. Jón Bjarki Magnús­son heim­sótti borg­ina í byrj­un júní.
Formaðurinn skuldar yfir 20 milljónir í opinber gjöld
ÚttektNeytendamál

Formað­ur­inn skuld­ar yf­ir 20 millj­ón­ir í op­in­ber gjöld

Stjórn­ar­tíð Ól­afs Arn­ar­son­ar hjá Neyt­enda­sam­tök­un­um hef­ur ein­kennst af úlfúð og erj­um á milli stjórn­ar­inn­ar og for­manns­ins. Ólaf­ur hef­ur sagt af sér sem formað­ur, en boð­ar mögu­lega end­ur­komu og kenn­ir stjórn sam­tak­anna um hvernig fór. Stjórn­in hef­ur gagn­rýnt hann fyr­ir að koma fjár­hag sam­tak­anna í hættu. Sjálf­ur skuld­ar Ólaf­ur yf­ir tutt­ugu millj­ón­ir króna í skatta.
Tók soninn af lyfjum þrátt fyrir fyrirmæli lækna
Úttekt

Tók son­inn af lyfj­um þrátt fyr­ir fyr­ir­mæli lækna

„Barn­ið var stút­fullt af lyfj­um sem virt­ust ekki hafa nein áhrif,“ út­skýr­ir Ingi­gerð­ur Stella Loga­dótt­ir sem fékk nóg og ákvað að leeita annarra leiða. Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í notk­un ADHD-lyfja og er lyfja­gjöf til ADHD-sjúk­linga á Ís­landi mjög frá­brugð­in því sem þekk­ist með­al hinna Norð­ur­land­anna. Á sama tíma og ávís­un­um of­virkn­is­lyfja fjölg­ar eykst svefn­lyfja­notk­un barna.
„Það er nóg lagt á aumingja manninn“
ÚttektKynferðisbrot

„Það er nóg lagt á aum­ingja mann­inn“

Ró­bert Árni Hreið­ars­son, nú Robert Dow­ney, var þol­in­móð­ur, ein­beitt­ur og út­smog­inn þeg­ar hann tældi til sín að minnsta kosti fimm ung­lings­stúlk­ur. Ró­bert hef­ur aldrei við­ur­kennt brot sín og nú vill eng­inn bera ábyrgð á að hafa veitt hon­um „óflekk­að mann­orð“. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lög­mað­ur hans, tel­ur að hann verð­skuldi ann­að tæki­færi og óflekk­að mann­orð.
Flóttinn aftur til Sýrlands
ÚttektFlóttamenn

Flótt­inn aft­ur til Sýr­lands

Fjöldi fólks sem flúði við­var­andi stríðs­ástand í Sýr­landi gefst upp á von­inni um betra líf í Evr­ópu og legg­ur líf sitt aft­ur í hættu til að kom­ast heim. Þór­unn Ólafs­dótt­ir ræddi við fólk sem sneri aft­ur í að­stæð­ur sem eru svo óhugn­an­leg­ar að tal­ið er að um 13 millj­ón­ir þurfa á neyð­ar­að­stoð í land­inu. „Hér héld­um við að við yrð­um ör­ugg og fengj­um hjálp. Að­stæð­urn­ar sem við bú­um við eru það versta sem við höf­um séð og við höf­um ekki leng­ur von um að þær lag­ist. Frek­ar tök­um við áhætt­una,“ sagði barna­fjöl­skylda.
Ísland hitar upp fyrir loftslagsbreytingar
Úttekt

Ís­land hit­ar upp fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­ar

Ís­lend­ing­ar menga meira en nokkru sinni fyrr og ekk­ert lát virð­ist vera á um­hverf­is­sóða­skapn­um. Ráð­herra um­hverf­is­mála seg­ir ný­leg­ar nið­ur­stöð­ur um los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda hafa kom­ið öll­um á óvart. Áhrifa- og at­hafna­menn á Ís­landi hafa síð­asta ára­tug­inn lagt áherslu á tæki­fær­in sem lofts­lags­breyt­ing­ar munu færa okk­ur. Tal­að er um að „nýtt Mið­jarð­ar­haf“ muni rísa á norð­ur­slóð­um.
Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir
Úttekt

Tengsl mann­dráps­manna við út­lend­inga­hat­ur og ógn­an­ir

Sveinn Gest­ur Tryggva­son, sem hand­tek­inn var fyr­ir mann­dráp á vini sín­um, hef­ur ógn­að og hót­að fólki sem hef­ur sett sig upp á móti þjóð­ern­is­sinn­uð­um stjórn­mál­um. Hann kom með­al ann­ars að heim­ili blogg­ara. Sveinn fagn­aði því að hæl­is­leit­andi kveikti í sér. Jón Trausti Lúth­ers­son, ann­ar hand­teknu, hrós­aði sér af nasísku húð­flúri.

Mest lesið undanfarið ár