Foreldrar í Keflavík tengdu ungbarnadauða við vatnsmengun frá bandaríska hernum
ÚttektMengun á Suðurnesjum vegna bandaríska varnarliðsins

For­eldr­ar í Kefla­vík tengdu ung­barnadauða við vatns­meng­un frá banda­ríska hern­um

Meng­un frá banda­ríska hern­um í drykkjar­vatni í Kefla­vík var ekki að­eins tal­in hafa ver­ið krabba­meinsvald­andi. Ung­barnadauði í bæn­um var einnig rak­inn til meng­un­ar­inn­ar í um­ræð­unni um meng­un­ina. Mar­grét Erl­ings­dótt­ir, sem missti dótt­ur sína ný­fædda úr hjarta­galla ár­ið 1989, kall­ar eft­ir því að rann­sókn fari fram á áhrif­um vatns­meng­un­ar á fæð­ing­argalla í Kefla­vík.
Áhrifaríkustu aðgerðirnar falla ekki undir skuldbindingar Íslendinga
Úttekt

Áhrifa­rík­ustu að­gerð­irn­ar falla ekki und­ir skuld­bind­ing­ar Ís­lend­inga

Um sex­tíu pró­sent los­un­ar gróð­ur­húsaloft­teg­unda á Ís­landi er til­kom­in vegna land­notk­un­ar sem ekki fell­ur und­ir al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar Ís­lands um að draga úr los­un. Helstu leið­ir til að draga þar úr væru auk­in skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Áhrifa­mesta að­gerð­in til að draga úr los­un á ábyrgð Ís­lands væri að loka stór­iðj­um og fara í orku­skipti í sam­göng­um.
Rannsókn á vatnsmengun bandaríska hersins: „Suðurnesjamenn eiga það skilið“
Úttekt

Rann­sókn á vatns­meng­un banda­ríska hers­ins: „Suð­ur­nesja­menn eiga það skil­ið“

Í tæp 50 ár hef­ur leg­ið fyr­ir að meng­un, klórefni, frá Banda­ríkja­her rat­aði í grunn­vatn nærri vatns­bóli Kefl­vík­inga. Klórefn­in geta ver­ið krabba­meinsvald­andi en áhrif þeirra á heilsu­far Suð­ur­nesja­manna hafa ekki ver­ið rann­sök­uð. Banda­ríkja­her fann meng­un­ina í vatn­inu á ní­unda ára­tugn­um og samdi sig frá mál­inu með því að greiða fyr­ir nýtt vatns­ból. Lauf­ey Tryggva­dótt­ir hjá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands seg­ir að kom­ast þurfi til botns í mál­inu í eitt skipti fyr­ir öll.
Samherjafélög rekin frá DNB í faðm Arion banka
Úttekt

Sam­herja­fé­lög rek­in frá DNB í faðm Ari­on banka

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Vandi heilsugæslunnar: „Það er erfitt að duga til“
Úttekt

Vandi heilsu­gæsl­unn­ar: „Það er erfitt að duga til“

Heim­il­is­lækn­ir­inn Jör­und­ur Krist­ins­son seg­ir að heilsu­gæsl­an sé al­var­lega van­rækt og van­bú­in til að sinna hlut­verki sínu. Ný hverfi séu byggð án þess að ráð sé gert fyr­ir heilsu­gæslu­stöðv­um. Sí­fellt sé hlað­ið á heilsu­gæsl­una verk­efn­um án þess að því fylgi auk­ið fjár­magn, mannafli eða hús­rými, sem rýr­ir gæði þjón­ust­unn­ar, eyk­ur lík­ur á mis­tök­um og leng­ir bið­lista. Efla þurfi grunn­þjón­ust­una, fjölga heilsu­gæslu­stöðv­um og starfs­fólki þeirra. Sjálf­ur hef­ur hann fund­ið fyr­ir auknu álagi og sú hugs­un sótt að hvort hann ætti kannski að yf­ir­gefa fag­ið sem hann lagði allt í söl­urn­ar til að sinna: „Ég er stund­um al­veg að gef­ast upp.“
Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
ÚttektSalan á Mílu

Sal­an á Mílu: Heit­ir því að selja fjar­skipta­vinn­viði Ís­lands ekki til „óvið­un­andi eig­enda“

Spurn­ing­ar hafa vakn­að um við­skipti Sím­ans og franska fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an með fjar­skiptainn­viða­fyr­ir­tæk­ið Mílu. „Ég hef áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mílu, um mögu­legt eign­ar­hald ef Ardi­an sel­ur aft­ur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti geng­ið upp,“ seg­ir hann um fjár­fest­ing­una. Í við­skipt­un­um verð­ur til mik­ill sölu­hagn­að­ur fyr­ir hlut­hafa Sím­ans sem eru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir og lands­þekkt­ir fjár­fest­ar í fyr­ir­tæk­inu Stoð­um, áð­ur FL Group.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.
Bandaríkin yfirgáfu Afganistan og talíbanar tóku yfir: Hvað nú?
Úttekt

Banda­rík­in yf­ir­gáfu Af­gan­ist­an og talíban­ar tóku yf­ir: Hvað nú?

„Al­gjör óvissa rík­ir í Af­gan­ist­an, fólk er hrætt um líf sitt og það þarf að­stoð,“ seg­ir ung­ur mað­ur frá Af­gan­ist­an sem þor­ir ekki að ræða við frétta­menn und­ir nafni af ótta við af­leið­ing­arn­ar. Hann seg­ir að því hafi fylgt mik­ill létt­ir og von um betri tíð þeg­ar Banda­ríkja­menn komu fyrst, en sú von hafi dvín­að með mis­kunn­ar­laus­um að­gerð­um CIA. Og nú er stað­an þessi.

Mest lesið undanfarið ár