22 létust á einum degi í Svíþjóð: Sænsk stjórnvöld vænd um fórna mannslífum með stefnu sinni
GreiningCovid-19

22 lét­ust á ein­um degi í Sví­þjóð: Sænsk stjórn­völd vænd um fórna manns­líf­um með stefnu sinni

62 ein­stak­ling­ar eru nú látn­ir í Sví­þjóð út af kór­óna­veirunni. Sænsk stjórn­völd hafa ver­ið gagn­rýnd fyr­ir stefnu sína gegn kór­óna­veirunni sem með­al ann­ars geng­ur út á að byggja upp hjarð­ónæmi hjá sænsku þjóð­inni. Sænsk­ir vís­inda­menn hafa kall­að stefn­una „kalkúl­er­aða“ og „kald­lynda“ á með­an sótt­varn­ar­lækn­ir rík­is­ins seg­ir að það geti vel far­ið sam­an að vernda gamla og veika fyr­ir veirunni að reyna að ná hjarð­ónæmi sam­tím­is.
Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns
Greining

Þýsk yf­ir­völd auka við­bún­að eft­ir hryðju­verka­árás hægri öfga­manns

Öfga hægri­mað­ur­inn sem skaut tíu til bana á mið­viku­dag sendi frá sér 24 blað­síðna stefnu­yf­ir­lýs­ingu þar sem hann sagði til­tekna þjóð­fé­lags­hópa hættu­lega Þýskalandi. Hann taldi land­inu stýrt af leyni­legu djúpríki og var yf­ir­lýst­ur stuðn­ings­mað­ur banda­ríkja­for­seta. Þjóð­verj­ar ótt­ast frek­ari árás­ir á inn­flytj­end­ur og efla lög­gæslu við við­kvæma staði.
Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herja­mál­ið: Ekki skil­yrði að menn séu dæmd­ir til að hægt sé að tala um mútu­greiðsl­ur

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur því fram að ekki sé hægt að segja að Sam­herji hafi greitt mút­ur af því eng­inn starfs­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið ákærð­ur og dæmd­ur fyr­ir þetta. Sænsk­ur mút­u­sér­fræð­ing­ur, Na­tali Phá­len, seg­ir að oft sé það þannig í mútu­mál­um fyr­ir­tækja að eng­inn sé dæmd­ur fyr­ir mút­urn­ar en að þær telj­ist þó sann­að­ar.
Samherji hefur farið í hring í málsvörn sinni á tveimur mánuðum
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji hef­ur far­ið í hring í málsvörn sinni á tveim­ur mán­uð­um

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji hóf málsvörn sína í mútu­mál­inu í Namib­íu á að segja að lög­brot hafi átt sér stað en að þau hafi ver­ið Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um að kenna. Þeg­ar sú málsvörn gekk ekki upp hafn­aði Björgólf­ur Jó­hanns­son því að nokk­ur lög­brot hafi átt sér stað. Svo til­kynnti Sam­herji um inn­leið­ingu nýs eft­ir­lit­s­kerf­is út af mis­brest­um á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu og virt­ist þannig gang­ast við sekt að ein­hverju leyti.
Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti
GreiningSamherjaskjölin

Rúm­lega 16 millj­arð­ar fóru um reikn­inga DNB sem bank­inn vissi ekki hver átti

Starfs­manna­leiga á Kýp­ur opn­aði banka­reikn­inga í DNB sem not­að­ir voru til að greiða laun starfs­manna Sam­herja. Ís­lenska út­gerð­in var ekki skráð­ur eig­andi banka­reikn­ing­anna þrátt fyr­ir að fjár­magn­ið kæmi frá henni. Banka­reikn­ing­un­um var lok­að og hef­ur mál­ið vak­ið mikla at­hygli í Nor­egi.

Mest lesið undanfarið ár