Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­þak mun alltaf stranda á Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eini rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn sem hef­ur ekki opn­að á mögu­leik­ann á leigu­þaki. Um­ræð­an um Ölmu leigu­fé­lag leiddi til þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son ræddu þann mögu­leika. Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins hafa mælt fyr­ir frum­vörp­um á þingi um að setja leigu­þak en þess­um frum­vörp­um var hafn­að á þingi.
Yfirlýsingar Ölmu leigufélags standast ekki:  Hafa hækkað leiguna hjá fólki um 20 til 30 prósent allt þetta ár
GreiningLeigufélagið Alma

Yf­ir­lýs­ing­ar Ölmu leigu­fé­lags stand­ast ekki: Hafa hækk­að leig­una hjá fólki um 20 til 30 pró­sent allt þetta ár

Alma leigu­fé­lag hef­ur hækk­að leig­una hjá við­skipta­vin­um sín­um um 20 til 30 pró­sent í mörg­um til­fell­um í ár. Þetta er allt að tíu sinn­um meira en fyr­ir­tæk­ið þyrfti að gera mið­að við kostn­að­ar­hækk­an­ir sín­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur hins veg­ar sagt að til­felli Brynju Bjarna­dótt­ur sé ekki lýs­andi fyr­ir stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Gögn sem Stund­in hef­ur séð segja hins veg­ar allt aðra sögu.
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Greining

Sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“

Bæði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segja rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið hafa geng­ið vel en að bæði VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi þurft að gera nauð­syn­leg­ar „mála­miðl­an­ir“ í póli­tísku sam­starfi. Þau telja líka bæði að flokk­arn­ir hafi náð sínu fram í sam­starf­inu. Mun­ur­inn á flokk­un­um tveim­ur er hins veg­ar með­al ann­ars sá að VG hef­ur misst mik­ið fylgi í kosn­ing­um og stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um á með­an Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur ekki gert það.
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu

Fjór­ar sviðs­mynd­ir um enda­lok Úkraínu­stríðs

Fá­ir ef nokkr­ir sáu fyr­ir þá stöðu sem nú er uppi, níu mán­uð­um eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu. Hvort held­ur sem var, van­mat á úkraínska hern­um, eða of­mat á þeim rúss­neska, er erfitt að segja til um. En er ein­hver von til þess að höm­ung­un­um linni? Og þá hvernig? Val­ur Gunn­ars­son rýn­ir í fjór­ar mögu­leg­ar leið­ir til að enda stríð.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
Afleiðingar Samherjamálsins: 19 sakborningar og allt hitt
GreiningSamherjaskjölin í 1001 nótt

Af­leið­ing­ar Sam­herja­máls­ins: 19 sak­born­ing­ar og allt hitt

Sam­herja­mál­ið í Namib­íu hef­ur haft víð­tæk­ar af­leið­ing­ar í Namib­íu, á Ís­landi , í Nor­egi og víð­ar síð­ast­lið­in ár. Um er að ræða stærsta spill­ing­ar­mál sem hef­ur kom­ið upp í Namib­íu og Ís­landi og eru sam­tals 19 ein­stak­ling­ar með rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Svo eru all­ar hinar af­leið­ing­arn­ar af mál­inu.
Sigrar pastelrasista í Svíþjóð: Fóru frá jaðrinum í ríkisstjórnarsamstarf
GreiningUppgangur þjóðernishyggju

Sigr­ar pastel­ras­ista í Sví­þjóð: Fóru frá jaðr­in­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf

Ferða­lag sænska stjórn­mála­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demó­krata frá því að vera jað­ar­flokk­ur í sænsk­um stjórn­mál­um yf­ir í að vera sam­starfs­flokk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­stakt seg­ir stjórn­mála­skýr­andi. Flokk­ur­inn hef­ur náð að straum­línu­laga sig og fjar­lægja sig frá nasískri og rasískri for­tíð sinni þannig að fimmti hver Svíi kýs nú flokk­inn.
Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Fjármagnstekjur bera uppi íslenska eina prósentið
GreiningHátekjulistinn 2022

Fjár­magn­s­tekj­ur bera uppi ís­lenska eina pró­sent­ið

Ís­lend­ing­arn­ir sem höfðu hæst­ar tekj­ur á síð­asta ári höfðu flest­ir drjúg­ar fjár­magn­s­tekj­ur sem höfðu þannig mest um það að segja hverj­ir raða sér í flokk tekju­hæsta 1 pró­sents lands­manna. Að­eins um helm­ing­ur 1 pró­sents­ins hafði minna en hálfa millj­ón í fjár­magn­s­tekj­ur á síð­asta ári og minna en þriðj­ung­ur þess hafði eng­ar fjár­magn­s­tekj­ur.
Botnlaust tap af hvalveiðum sem óttast er að skaði ímynd landsins
Greining

Botn­laust tap af hval­veið­um sem ótt­ast er að skaði ímynd lands­ins

Tólf hundruð millj­óna tap hef­ur ver­ið af hval­veið­um einu ís­lensku út­gerð­ar­inn­ar sem stund­ar lang­reyða­veið­ar á Ís­landi. Veið­arn­ar eru nið­ur­greidd­ar með hagn­aði af eign út­gerð­ar­inn­ar í öðr­um fyr­ir­tækj­um. Erfitt er að flytja af­urð­irn­ar út og hef­ur hrefnu­kjöt ver­ið flutt inn til lands­ins síð­ustu ár til að gefa ferða­mönn­um að smakka. Þar sem þeir sátu áð­ur í hlíð­inni of­an hval­stöðv­ar­inn­ar og fylgd­ust með er nú einna helst að finna að­gerð­arsinna sem vilja sýna heim­in­um hvernig far­ið er með ís­lenska hvali.
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.

Mest lesið undanfarið ár