Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sterkar elítur á Íslandi

Sigrún Ólafs­dótt­ir og Jón Gunn­ar Bern­burg, pró­fess­or­ar í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands, rann­saka ójöfn­uð á Ís­landi eft­ir mis­mun­andi teg­und­um auð­magns. Þau hafa kom­ist að því að Ís­lend­ing­ar hafa minnst­an að­gang að fé­lags­legu auð­magni, það er hversu vel þeir eru tengd­ir valdaelít­um Ís­lands.

Sterkar elítur á Íslandi
Fæstir nánir forstjóra Í rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg kemur í ljós að fæstir íslendinga eru vel tengdir forstjóra eða æðsta stjórnenda í opinberu fyrirtæki.

Flestir tengja orðið auðmagn við peninga og að fólk skiptist í stéttir eftir því hversu mikla peninga það á og að baki þeim peningum liggi oft hátt menntunarstig. En hvað er auðmagn? Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að auðmagn sé „að þú hafir eitthvað af einhverju sem hjálpar þér áfram í lífinu, hjálpar þér að ná árangri eða gefur þér aðgang að einhverju“. Því sé ekki nóg að hugsa eða skoða auðmagn aðeins út frá peningum eða tekjum eða jafnvel menntun. 

Í rannsóknarverkefni Sigrúnar og Jóns Gunnars Bernburg, prófessors í félagsfræði, um ójöfnuð á Íslandi, rannsaka þau og mæla fjórar mismunandi tegundir auðmagns til þess að fá dýpri skilning á því hvernig stéttir virka á Íslandi. Þau eru bæði með samanburð við 40 önnur lönd og yfir tíu ára tímabil sýna niðurstöður þeirra að þó að tekjur eða peningar skipti verulegu máli þegar kemur að viðhorfum …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristjana Magnusdottir skrifaði
  Ekki hugsa ég þannig að vera að notfæra mér það í mína þágu þótt ég sé náskyld einhverju vesalings fólki sem veður í peningum eða sé í ráðandi stöðu því hver er sjálfum sér næstur elskurnar minar
  0
 • SVS
  Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
  Sigrún hefði mátt geta þess að kenningin um þrjár gerðir auðmagns eru ættaðar frá franska félagsfræðingnum Pierre Bourdieu.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár