Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heildarlaun forstjóra hafa hækkað skarpt vegna kaupauka og annarra skapandi greiðslna

Alls voru for­stjór­ar á að­al­mark­aði með næst­um sjö millj­ón­ir króna á mán­uði í laun að með­al­tali í fyrra. Þau hækk­uðu um rúm­lega eina millj­ón króna milli ára og hafa hækk­að um 33 pró­sent á tveim­ur ár­um. Ýms­ar leið­ir hafa ver­ið inn­leidd­ar til að auka launa­greiðsl­ur til for­stjóra um­fram grunn­laun. Má þar nefna sér­staka kaupauka og keypt starfs­rétt­indi.

Meðallaun allra forstjóra skráðra félaga á aðalmarkaði Kauphallar Íslands í fyrra voru rúmlega 6,9 milljónir króna á mánuði. Þetta liggur fyrir nú þegar öll félögin hafa birt ársreikninga. Tvö þeirra, Hagar og Ölgerðin, eru með annað uppgjörstímabil en almannaksárið, en það stendur frá byrjun mars og til loka febrúar. Þau hafa því ekki birt uppgjör fyrir síðasta rekstrarár, enda því nýlokið. Því er miðað við laun fyrir rekstrarárið 2021/2022 í þessari greiningu og sami háttur hafður á þegar gerður er samanburður við fyrri ár. 

Inni í launatölunum eru allir þeir liðir sem félögin sjálf flokka sem launagreiðslur. Um er að ræða grunnlaun, hlunnindi, mótframlag í lífeyrissjóði, kaupauka, sérstaka kaupauka og í einu tilfelli sú upphæð sem bókfærð var á síðasta ári sem launakostnaður vegna „keyptra starfsréttinda“. Til viðbótar við þessar greiðslur er hluti forstjóranna með kauprétti á hlutum í þeim félögum sem þeir stýra. 

Meðallaunin hækkuðu um rúmlega eina …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Svo verður allt vitlaust ef Verkalýðurinn vill hreyfa við sínum lágu launum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu