Vill innleiða aftur „ákveðinn aga“ og skilning á því hvað má og hvað ekki
Fréttir

Vill inn­leiða aft­ur „ákveð­inn aga“ og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki

Form­að­ur Mið­flokks­ins tel­ur að stjórn­völd standi sig ekki þeg­ar kem­ur að því að verj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Frétt­ir af auknu of­beldi með­al ung­menna og vopna­burði kalli á við­brögð stjórn­valda og sam­fé­lags­ins. „Hluti af þeim við­brögð­um hlýt­ur að vera að inn­leiða hér aft­ur ákveð­inn aga og skiln­ing á því hvað má og hvað ekki og gefa skóla­stjórn­end­um og lög­reglu tæki­færi til að senda skýr skila­boð og fylgja þeim eft­ir.“
„Óumbeðnar kyrkingar í kynlífi er eitthvað sem við erum að sjá gerast allt of oft“
Fréttir

„Óum­beðn­ar kyrk­ing­ar í kyn­lífi er eitt­hvað sem við er­um að sjá ger­ast allt of oft“

Gagn­kyn­hneigð­ar kon­ur voru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem leit­uðu sér að­stoð­ar hjá Bjark­ar­hlíð, mið­stöðv­ar fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is, á síð­asta ári. Al­geng­ast var að ger­andi væri fyrr­ver­andi maki og að­eins 13% sögð­ust hafa kært of­beld­ið til lög­reglu. Þeg­ar þjón­ustu­þeg­ar áttu að nefna eina ástæðu komu nefndu flest­ir heim­il­isof­beldi. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Bjark­ar­hlíð­ar sem kynnt var í dag.
Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Fréttir

Kona hætti í Mennta­sjóði eft­ir skýrslu um einelt­istilburði Hrafn­hild­ar

Starfs­loka­samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir við tvo starfs­menn Mennta­sjóðs náms­manna eft­ir að sál­fræðifyr­ir­tæki skrif­uðu skýrsl­ur um einelti í garð þeirra. Í báð­um til­fell­um sögð­ust starfs­menn­irn­ir hafa orð­ið fyr­ir einelti fram­kvæmda­stjór­ans Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur. Öðru mál­inu er ólok­ið en hið seinna er á borði Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráð­herra há­skóla­mála.
Skólarnir hættu að vinna með Landvernd vegna gagnrýni á laxeldi
FréttirLaxeldi

Skól­arn­ir hættu að vinna með Land­vernd vegna gagn­rýni á lax­eldi

Grunn­skól­arn­ir á Bíldu­dal og Pat­reks­firði hættu þátt­töku í svo­köll­uðu Græn­fána­verk­efni Land­vernd­ar ár­ið 2021. Ein af ástæð­un­um sem Land­vernd fékk fyr­ir þess­ari ákvörð­un var að sam­tök­in væru á móti at­vinnu­upp­bygg­ingu á suð­vest­an­verð­um Vest­fjörð­um sem og sam­göngu­bót­um. Skóla­stjór­inn seg­ir ástæð­una fyr­ir því að skól­arn­ir hafi hætt í verk­efn­inu fyrst og fremst vera tíma­skort.
Fjárhagslegt ofbeldi rígheldur konum í ofbeldissamböndum
FréttirFjárhagslegt ofbeldi

Fjár­hags­legt of­beldi ríg­held­ur kon­um í of­beld­is­sam­bönd­um

Fjár­hags­legt of­beldi er not­að til að stjórna mann­eskju gegn­um fjár­mál. Þetta er sú teg­und of­beld­is sem lengst held­ur kon­um föst­um í of­beld­is­sam­bönd­um þar sem þær eru fjár­hags­lega háð­ar ger­and­an­um. Kon­ur jafn­vel taka á sig fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar til að minnka spennu­stig­ið á heim­il­inu og hætt­una á að verða fyr­ir ann­ars kon­ar of­beldi. Tæp­ur helm­ing­ur þeirra sem leit­uðu til Bjark­ar­hlíð­ar á síð­asta ári nefndu fjár­hags­legt of­beldi sem eina af ástæð­um komu sinn­ar.
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Fréttir

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.
„Vonandi falla aldrei nein snjóflóð“
Fréttir

„Von­andi falla aldrei nein snjóflóð“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráð­herra seg­ir að á þeim stöð­um sem á eft­ir að byggja of­an­flóða­varn­ir falli von­andi aldrei nein snjóflóð. Í mars­mán­uði féllu snjóflóð í Nes­kaup­stað á svæði sem ekki var bú­ið að verja. Íbú­ar kalla eft­ir því að rík­is­stjórn­in setji varn­ar­garð­inn í for­gang og að hann verði boð­inn út næsta haust. Guð­laug­ur seg­ir til skoð­un­ar hvort af því verði.
Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Fréttir

Seg­ir selj­end­ur gera það oft veru­lega tor­velt að hætta við kaup á þjón­ustu

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur sent Neyt­enda­stofu fyr­ir­spurn um það hvernig nú­ver­andi lög og regl­ur hér á landi ná ut­an um neyt­enda­vernd en hann grun­ar að úr­ræði skorti. „Hver hef­ur ekki lent í vand­ræð­um við að segja upp þjón­ustu eða jafn­vel skráð sig í þjón­ustu fyr­ir mis­tök sem erfitt er að segja upp?“
Var ekki reiðubúinn til þess að viðurkenna eigin mistök
Fréttir

Var ekki reiðu­bú­inn til þess að við­ur­kenna eig­in mis­tök

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son hef­ur tjáð sig á In­sta­gram um um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar en þar seg­ir hann að þeg­ar hann kom til Ís­lands eft­ir að hafa set­ið í gæslu­varð­haldi á Spáni hafi hann ekki ver­ið reiðu­bú­inn til þess að horfa fylli­lega í eig­in barm og við­ur­kenna eig­in mis­tök fyr­ir sjálf­um sér – hvað þá allri þjóð­inni. „Ég greindi ekki rétt frá öll­um þátt­um máls­ins og varð­andi aðra þætti lét ég það eft­ir mér að segja ekki alla sög­una. Ég sé eft­ir því.“

Mest lesið undanfarið ár