Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla

Borg­ar­ráð mun fjalla um til­lögu þess efn­is að heim­ild til að leggja vist­hæf­um bíl­um gjald­frjálst verði þrengd. Tvinn- og met­an­bíl­ar missa þessi rétt­indi. Óhjá­kvæmi­leg þró­un eft­ir því sem vist­hæf­um bíl­um fjölg­ar, að mati meiri­hlut­ans.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla
Rafmagnsbíll Tvinnbílar munu ekki lengur geta lagt gjaldfrjálst í stæði.

Tvinnbílar og aðrir visthæfir bílar sem uppfylla ekki skilyrði munu missa réttindin til að leggja gjaldfrjálst í stæði í Reykjavík, verði tillaga sem nú er gengin til borgarráðs samþykkt. Stefnt er að því að nýju reglurnar taki gildi í byrjun næsta árs.

Frá ársbyrjun 2017 hefur verið heimilt að nota visthæfa skífu í framrúðu bíls til að geta lagt gjaldfrjálst í stæði í allt að 90 mínútur. Heimildin nær til tvinnbíla (hybrid) og metanknúinna bíla sem uppfylla ákveðin skilyrði, auk bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og eru með skráða lengd minni en 5 metra. Gjaldfrelsi fellur hins vegar niður sé bíllinn á nagladekkjum.

Samkvæmt nýju tillögunni missa tvinn- og metanbílar þessi réttindi. Munu þau eingöngu ná til rafmagns- og vetnisknúinna bíla af þessari stærð. Tillagan var samþykkt í skipulags- og samgönguráði á dögunum og gengur nú til borgarráðs.

„Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar“

„Eftir því sem visthæfari bílum fjölgar er óhjákvæmilegt að falla þurfi frá sérstökum bílastæðaívilnunum í þeirra garð,“ segir í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á fundinum. „Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar. Um sinn var þó talið réttast að halda ívilnunum áfram en einskorða þær við þá bíla undir 5 m sem ganga að fullu fyrir rafmagni eða vetni.“

Ásgerður Jóna Flosadóttir, fulltrúi Flokks fólksins í ráðinu, telur að halda eigi bensínbílum inni í reglunum. „Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbílar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af“, lét hún bóka á fundinum. „Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafa verið mistök.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár