Í síðustu viku október fór eitt orð, fræðiorð, sem eldur í sinu í þjóðfélagsumræðunni: siðrof. Tiltekið orð var haft eftir Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, í tíufréttum RÚV 28. október, en hún notaði það til að útskýra niðurstöður úr þjóðarpúlsi Gallup sem sýndi að aðeins þriðjungur af þjóðinni bar mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar.
Siðrofið var samkvæmt biskupi tilkomið vegna þess að „fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir“. Tímasetti hún þetta siðrof við það þegar hætt var að kenna kristinfræði í grunnskólum landsins.
Grunnskólabörn læra enn um kristna trú en það er í trúarbragðafræði, sem er útskýrð á eftirfarandi máta í aðalnámskrá grunnskóla: „Trúarbragðafræði er ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi.“
Athugasemdir