Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kirkjan á krossgötum: Biskup varar við siðrofi vegna lítils trausts

Þjóð­kirkj­an hef­ur jafnt og þétt misst traust þjóð­ar­inn­ar í við­horfs­könn­un­um sam­hliða því að minna hlut­fall til­heyr­ir sókn­inni. Bisk­up nýt­ur sér­stak­lega lít­ils trausts, en kyn­ferð­is­brot und­ir­manna henn­ar hafa hundelt fer­il henn­ar, en hún seg­ir að siðrof hafi átt sér stað í ís­lensku sam­fé­lagi. Sverr­ir Jak­obs­son, pró­fess­or í mið­alda­sögu, seg­ir að þjóð­kirkj­ur standi á kross­göt­um í nú­tíma sam­fé­lagi þar sem sið­ferð­is­leg­ar kröf­ur eru rík­ar þrátt fyr­ir dvín­andi sókn í þær.

Í síðustu viku október fór eitt orð, fræðiorð, sem eldur í sinu í þjóðfélagsumræðunni: siðrof. Tiltekið orð var haft eftir Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, í tíufréttum RÚV 28. október, en hún notaði það til að útskýra niðurstöður úr þjóðarpúlsi Gallup sem sýndi að aðeins þriðjungur af þjóðinni bar mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar.

Siðrofið var samkvæmt biskupi tilkomið vegna þess að „fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir“. Tímasetti hún þetta siðrof við það þegar hætt var að kenna kristinfræði í grunnskólum landsins.

Grunnskólabörn læra enn um kristna trú en það er í trúarbragðafræði, sem er útskýrð á eftirfarandi máta í aðalnámskrá grunnskóla: „Trúarbragðafræði er ætlað að auka skilning á ríkjandi trúarbrögðum og ólíkum trúarhefðum með umburðarlyndi og víðsýni að leiðarljósi.“

Íslendingar leita að „siðrofi“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár