Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Litlar breytingar á fylgi flokka

Eng­ar mark­tæk­ar breyt­ing­ar eru á stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka milli kann­ana MMR ut­an að Flokk­ur fólks­ins bæt­ir mark­tækt við sig. Vinstri græn mæl­ast með minnst fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Litlar breytingar á fylgi flokka
Óverulega breytingar Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana MMR. Mynd: Pressphotos

Litlar breytingar mælast á fylgi stjórnmálaflokka milli mælinga markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi flokka, 21,1 prósent, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í síðustu könnun fyrirtækisins frá 9. október. Fylgisbreytingin er innan skekkjumarka, rétt eins og breytingar á fylgi allra annarra flokka en Flokks fólksins, sem bætir markvert við sig milli mælinga.

Samfylkingin nýtur stuðnings 15,3 prósenta aðspurðra og er það hækkun um 1,2 prósentustig. Þriðji stærsti flokkur landsins mældist Miðflokkurinn með 13,5 prósenta fylgi en hann mældist síðast með 14,8 prósenta fylgi. Þá mælast bæði Framsóknarflokkurinn og Viðreisn með 10 prósenta stuðning, Framsóknarflokkurinn stendur því sem næst í stað en Viðreisn mælist einu prósentustigi lægri en í síðustu könnun.

Vinstri græn mælast nú minnst ríkisstjórnaflokkanna, þó ekki marktækt minni en Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn mælist með 9,7 prósenta stuðning en mældist síðast með 10,3 prósenta stuðning. Píratar njóta fylgis 8,9 prósenta aðspurðra, því sem næst sama fylgis og síðast.

Flokkur fólksins bætir hins vegar við sig 2,4 prósentustigum og nýtur nú fylgis 8 prósenta aðspurðra. Sósíalistaflokkur Íslands nýtur stuðnings 2,6 prósenta en mældist með 3,1 prósenta fylgi síðast. Fylgi annarra flokka mældist 0,9 prósent. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 42,2 prósent, því sem næst hið sama og í síðustu könnun.

972 svöruðu könnuninni dagana 21. til 25. október. Þeir sem gáfu upp afstöðu til flokka voru 80,5 prósent, 5,6 prósent sögðust óákveðnir, 6,4 prósent sögðust myndu skila auðu, 2,7 prósent að þau myndu ekki mæta á kjörstað og 4,8 prósent gáfu ekki upp afstöðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár