Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dagur í lífi sextán ára háskólanema: „Mikilvægt að njóta hvers verkefnis“

Ás­þór Björns­son er sex­tán ára há­skóla­nemi sem sit­ur í ung­menna­ráði heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, stofn­aði eig­ið fyr­ir­tæki og er í tveim­ur lands­lið­um í for­rit­un. Sara Man­sour fylgdi Ás­þóri eft­ir á venju­leg­um degi þessa unga at­hafna­manns sem sótti fundi, lands­liðsæfingu og lék sér í körfu­bolta með vini sín­um.

Ásþór Björnsson er sextán ára unglingur sem lifir heldur óhefðbundnu lífi. Í haust mun hann hefja háskólanám við IT University of Copenhagen, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar lokið stúdentsprófi. Það gerði hann með því að taka 9. og 10. bekk saman og ljúka stúdentsprófi á tveimur árum, samhliða tveimur áföngum við Háskólann í Reykjavík. Hann viðurkennir þó að þetta sé ekki fyrir alla, þó að það hafi hentað honum að fara þessa leið. „Það getur haft áhrif, eins og þegar þú ert að fara inn í háskóla þá ertu yngstur á svæðinu en maður þarf bara að díla við það.“

Alltaf í forgangi að geta hitt vini 

„Ástæðan fyrir því að ég tók þetta svona snemma var vegna þess að ég sá mjög mikil tækifæri í því. Auk þess var námsefnið oft áhugamálið mitt, sem ég var að sinna utan skóla. Ég sá enga ástæðu til þess að taka því rólega í því sem mér finnst gaman að gera. Þannig að ég bara kýldi á það og sé ekkert eftir því,“ segir Ásþór, en blaðamaður fékk að fylgja honum eftir á venjulegum degi í lífi hans, sem innifól fundi, fyrirtækjarekstur, landsliðsæfingu og körfuboltaleik með vinum.

„Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman“

„Mér finnst ég ekki hafa fórnað allt of miklu félagslega. Það var alltaf númer eitt að geta farið út að hitta vini sína. Það er það sem skiptir mestu máli. Maður verður að sjá um sjálfan sig. Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman. Þetta eru örugglega hlutir sem ég hefði hvort eð er verið að gera í mínum frítíma. Ég passaði að velja rétta námið fyrir mig þannig að ég gæti verið að gera það sem mér finnst gaman og stuðla að betri framtíð.“

Mikilvægt að njóta hvers verkefnis

Foreldrar Ásþórs búa í Kaupmannahöfn en sjálfur býr hann í bílskúrnum hjá frændfólki sínu. Í haust verður þó breyting þar á þegar hann fer út til foreldra sinna og hefur háskólanám í Danmörku. Í sumar hefur hann nýtt tímann til þess að sinna öðrum verkefnum, en hann er ekki aðeins afreksmaður í námi heldur er hann einnig í tveimur landsliðum, í keppnisforritun og vélmennaforritun.

Hann er einn stofnenda Ró-Box, fyrirtækis sem hlaut viðurkenninguna Junior Achievement Iceland á ráðstefnu ungra frumkvöðla, og gengur út á að gefa fólki færi á að hanna sitt eigið vélmenni með þeim aðföngum sem seld eru.

„Það er mjög mikilvægt að njóta hvers einasta verkefnis því þú gerir þetta bara einu sinni. Og þú getur fengið eitthvað út úr öllu sem þú gerir,“ segir hann. „Það sem er mikilvægt er að í hverju einasta verkefni er að reyna að læra eitthvað nýtt. Prófa eitthverja nýja hluti og nýta verkefnin til þess að gera eitthvað sem þú hefur gaman af. Þetta er allt andlegt og þú verður að fá eitthvað út úr þessum verkefnum.“

„Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði“

Lykillinn sé að mæta hverju verkefni með opnum huga. „Svo er mjög gagnlegt að nýta sér þekkingu úr öðrum fögum til að leysa ný vandamál og læra nýja hluti. Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði ótrúlega lengi. Þetta er allt skylt efni, ef þú horfir á það frá nýju sjónarhorni.“

Markmiðið aldrei að græða peninga

En það er ekki eins og Ásþór sé alltaf bundinn við bækurnar. Í frítíma sínum sinnir hann meðal annars réttindabaráttu þar sem hann situr í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann fer á milli ráðstefna og flytur ræður og reynir að fræða fólk um hvað hægt er að gera til þess að stuðla að meiri sjálfbærni. „Við erum að hjálpa ríkisstjórninni við innleiðingu heimsmarkmiðanna í störfum sínum,“ útskýrir hann. „Þetta er mér mjög mikilvægt.“

„Núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins“

Svo reynir hann að njóta lífsins. „Seinasta ár er búið að vera mjög krefjandi þannig að núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins og hafa gaman af því sem ég er að gera. Ég ætla bara að halda áfram að læra eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hann.

Í framtíðinni gæti hann vel ímyndað sér að stofna fyrirtæki, en þó með þeim fyrirvara að „markmiðið væri aldrei að græða pening eða fá virðingu eða athygli. Það sem mig langar að gera með mínum verkum er að hjálpa fólki og gera eitthvað í þágu fólks. Mig langar að nýta tíma minn og hæfileika til að gera mitt besta.“

Nánar er rætt við Ásþór í myndbandinu hér að ofan, þar sem honum er fylgt eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
10
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár