Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dagur í lífi sextán ára háskólanema: „Mikilvægt að njóta hvers verkefnis“

Ás­þór Björns­son er sex­tán ára há­skóla­nemi sem sit­ur í ung­menna­ráði heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, stofn­aði eig­ið fyr­ir­tæki og er í tveim­ur lands­lið­um í for­rit­un. Sara Man­sour fylgdi Ás­þóri eft­ir á venju­leg­um degi þessa unga at­hafna­manns sem sótti fundi, lands­liðsæfingu og lék sér í körfu­bolta með vini sín­um.

Ásþór Björnsson er sextán ára unglingur sem lifir heldur óhefðbundnu lífi. Í haust mun hann hefja háskólanám við IT University of Copenhagen, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar lokið stúdentsprófi. Það gerði hann með því að taka 9. og 10. bekk saman og ljúka stúdentsprófi á tveimur árum, samhliða tveimur áföngum við Háskólann í Reykjavík. Hann viðurkennir þó að þetta sé ekki fyrir alla, þó að það hafi hentað honum að fara þessa leið. „Það getur haft áhrif, eins og þegar þú ert að fara inn í háskóla þá ertu yngstur á svæðinu en maður þarf bara að díla við það.“

Alltaf í forgangi að geta hitt vini 

„Ástæðan fyrir því að ég tók þetta svona snemma var vegna þess að ég sá mjög mikil tækifæri í því. Auk þess var námsefnið oft áhugamálið mitt, sem ég var að sinna utan skóla. Ég sá enga ástæðu til þess að taka því rólega í því sem mér finnst gaman að gera. Þannig að ég bara kýldi á það og sé ekkert eftir því,“ segir Ásþór, en blaðamaður fékk að fylgja honum eftir á venjulegum degi í lífi hans, sem innifól fundi, fyrirtækjarekstur, landsliðsæfingu og körfuboltaleik með vinum.

„Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman“

„Mér finnst ég ekki hafa fórnað allt of miklu félagslega. Það var alltaf númer eitt að geta farið út að hitta vini sína. Það er það sem skiptir mestu máli. Maður verður að sjá um sjálfan sig. Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman. Þetta eru örugglega hlutir sem ég hefði hvort eð er verið að gera í mínum frítíma. Ég passaði að velja rétta námið fyrir mig þannig að ég gæti verið að gera það sem mér finnst gaman og stuðla að betri framtíð.“

Mikilvægt að njóta hvers verkefnis

Foreldrar Ásþórs búa í Kaupmannahöfn en sjálfur býr hann í bílskúrnum hjá frændfólki sínu. Í haust verður þó breyting þar á þegar hann fer út til foreldra sinna og hefur háskólanám í Danmörku. Í sumar hefur hann nýtt tímann til þess að sinna öðrum verkefnum, en hann er ekki aðeins afreksmaður í námi heldur er hann einnig í tveimur landsliðum, í keppnisforritun og vélmennaforritun.

Hann er einn stofnenda Ró-Box, fyrirtækis sem hlaut viðurkenninguna Junior Achievement Iceland á ráðstefnu ungra frumkvöðla, og gengur út á að gefa fólki færi á að hanna sitt eigið vélmenni með þeim aðföngum sem seld eru.

„Það er mjög mikilvægt að njóta hvers einasta verkefnis því þú gerir þetta bara einu sinni. Og þú getur fengið eitthvað út úr öllu sem þú gerir,“ segir hann. „Það sem er mikilvægt er að í hverju einasta verkefni er að reyna að læra eitthvað nýtt. Prófa eitthverja nýja hluti og nýta verkefnin til þess að gera eitthvað sem þú hefur gaman af. Þetta er allt andlegt og þú verður að fá eitthvað út úr þessum verkefnum.“

„Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði“

Lykillinn sé að mæta hverju verkefni með opnum huga. „Svo er mjög gagnlegt að nýta sér þekkingu úr öðrum fögum til að leysa ný vandamál og læra nýja hluti. Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði ótrúlega lengi. Þetta er allt skylt efni, ef þú horfir á það frá nýju sjónarhorni.“

Markmiðið aldrei að græða peninga

En það er ekki eins og Ásþór sé alltaf bundinn við bækurnar. Í frítíma sínum sinnir hann meðal annars réttindabaráttu þar sem hann situr í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann fer á milli ráðstefna og flytur ræður og reynir að fræða fólk um hvað hægt er að gera til þess að stuðla að meiri sjálfbærni. „Við erum að hjálpa ríkisstjórninni við innleiðingu heimsmarkmiðanna í störfum sínum,“ útskýrir hann. „Þetta er mér mjög mikilvægt.“

„Núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins“

Svo reynir hann að njóta lífsins. „Seinasta ár er búið að vera mjög krefjandi þannig að núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins og hafa gaman af því sem ég er að gera. Ég ætla bara að halda áfram að læra eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hann.

Í framtíðinni gæti hann vel ímyndað sér að stofna fyrirtæki, en þó með þeim fyrirvara að „markmiðið væri aldrei að græða pening eða fá virðingu eða athygli. Það sem mig langar að gera með mínum verkum er að hjálpa fólki og gera eitthvað í þágu fólks. Mig langar að nýta tíma minn og hæfileika til að gera mitt besta.“

Nánar er rætt við Ásþór í myndbandinu hér að ofan, þar sem honum er fylgt eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu