Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Við minnumst þín sem manneskju sem barðist“

Lauf­ey Ólafs­dótt­ir minn­ist syst­ur sinn­ar, Ástrós­ar Kristrún­ar­dótt­ur, sem lést af völd­um fíkni­efna á að­fanga­dag 2016, að­eins 22 ára göm­ul. Í dag hefði Ástrós fagn­að 25 ára af­mæli og eru minn­ing­ar­orð­in rit­uð af því til­efni.

„Við minnumst þín sem manneskju sem barðist“

Ástrós Kristrúnardóttir hefði í dag fagnað 25 ára afmæli sínu, en á aðfangadag 2016 lést hún af völdum fíkniefna. Ástrós var alltaf vinamörg og er sárt saknað. Systir hennar, Laufey Ólafsdóttir, skrifaði minningarorð í tilefni dagsins, sem má lesa hér að neðan, en þar leggur hún áherslu á þakklæti þrátt fyrir erfiðleikana. 

Við munum eftir þér

Alla daga hugsa ég til þín. Hvað þessi heimur saknar þín sárt. Hvað það vantar mikið inn í tilveruna að hafa þig ekki hér. 

Við minnumst þín sem skemmtilegustu manneskju sem við höfum kynnst. 

Einhver sem gat alltaf látið okkur hlæja og líka verið mest óþolandi manneskjan á staðnum. 

Við minnumst þín sem manneskja sem við gátum leitað til því þú dæmdir engan. 

Þú tókst fólkinu þínu eins og það er og við erum óendanlega þakklát fyrir öll þau skipti sem þú tókst okkur með opnum örmum.

Við minnumst þín sem manneskjan sem var alltaf til staðar, til í að hlusta eða einfaldlega sitja og segja ekkert. Bara vera þarna. 

Við minnumst þín sem manneskju sem barðist. 

„Þú kenndir okkur að það er eðlilegt að mistakast“

Þú kenndir okkur að það er eðlilegt að mistakast og að mestu máli skiptir að standa upp aftur með höfuðið hátt og reyna gera betur. 

Við minnumst þín með þakklæti í hjarta að hafa fengið að upplifa lífið, þó ekki nema part, með svona einstökum og mögnuðum karakter sem situr svo djúpt í okkur. Það djúpt að það færist verkur í hjartað að hugsa til þín. 

En fremur öllu öðru, allri vanlíðan, tárum eða svefnlausum nóttum, er það þakklætið.

Fyrir minningarnar, fyrir hlátursköstin, að fá að sjá þig dansa í góðu skapi, að sjá þig yfir höfuð.

Að hafa fengið þennan stutta og erfiða en alltof góða tíma með þér.

Að hafa kynnst þér.

Því Ástrós, 

þú ert engum lík. 

Við minnumst þín aðeins meira í dag heldur en hina dagana. 

Aðeins meira dagana fram að þessum degi, því þetta er dagurinn þinn. 

Til hamingju með afmælið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár