Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Við minnumst þín sem manneskju sem barðist“

Lauf­ey Ólafs­dótt­ir minn­ist syst­ur sinn­ar, Ástrós­ar Kristrún­ar­dótt­ur, sem lést af völd­um fíkni­efna á að­fanga­dag 2016, að­eins 22 ára göm­ul. Í dag hefði Ástrós fagn­að 25 ára af­mæli og eru minn­ing­ar­orð­in rit­uð af því til­efni.

„Við minnumst þín sem manneskju sem barðist“

Ástrós Kristrúnardóttir hefði í dag fagnað 25 ára afmæli sínu, en á aðfangadag 2016 lést hún af völdum fíkniefna. Ástrós var alltaf vinamörg og er sárt saknað. Systir hennar, Laufey Ólafsdóttir, skrifaði minningarorð í tilefni dagsins, sem má lesa hér að neðan, en þar leggur hún áherslu á þakklæti þrátt fyrir erfiðleikana. 

Við munum eftir þér

Alla daga hugsa ég til þín. Hvað þessi heimur saknar þín sárt. Hvað það vantar mikið inn í tilveruna að hafa þig ekki hér. 

Við minnumst þín sem skemmtilegustu manneskju sem við höfum kynnst. 

Einhver sem gat alltaf látið okkur hlæja og líka verið mest óþolandi manneskjan á staðnum. 

Við minnumst þín sem manneskja sem við gátum leitað til því þú dæmdir engan. 

Þú tókst fólkinu þínu eins og það er og við erum óendanlega þakklát fyrir öll þau skipti sem þú tókst okkur með opnum örmum.

Við minnumst þín sem manneskjan sem var alltaf til staðar, til í að hlusta eða einfaldlega sitja og segja ekkert. Bara vera þarna. 

Við minnumst þín sem manneskju sem barðist. 

„Þú kenndir okkur að það er eðlilegt að mistakast“

Þú kenndir okkur að það er eðlilegt að mistakast og að mestu máli skiptir að standa upp aftur með höfuðið hátt og reyna gera betur. 

Við minnumst þín með þakklæti í hjarta að hafa fengið að upplifa lífið, þó ekki nema part, með svona einstökum og mögnuðum karakter sem situr svo djúpt í okkur. Það djúpt að það færist verkur í hjartað að hugsa til þín. 

En fremur öllu öðru, allri vanlíðan, tárum eða svefnlausum nóttum, er það þakklætið.

Fyrir minningarnar, fyrir hlátursköstin, að fá að sjá þig dansa í góðu skapi, að sjá þig yfir höfuð.

Að hafa fengið þennan stutta og erfiða en alltof góða tíma með þér.

Að hafa kynnst þér.

Því Ástrós, 

þú ert engum lík. 

Við minnumst þín aðeins meira í dag heldur en hina dagana. 

Aðeins meira dagana fram að þessum degi, því þetta er dagurinn þinn. 

Til hamingju með afmælið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár