Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Klettaklifur með allri fjölskyldunni

Sig­urð­ur og Erla fá börn­in sín með sér í klifr­ið á ferða­lög­um.

Klettaklifur með allri fjölskyldunni
Nóg að gera Fjölskyldan á ferðalagi. Mynd: Úr einkasafni

Klifur er íþrótt sem er að sækja í sig veðrið og þá einna helst hjá fjölskyldufólki sem hefur tekið upp klifur sem hið sameiginlega áhugamál fjölskyldunnar.

Fyrir fullorðna virðist ekki langt síðan að klifur var aðeins stundað af frekar einangruðum hópi einstaklinga. Sigurður Ólafur ljósmyndari og eiginkona hans, Erla Björk Jónsdóttir sjúkraþjálfari, eru af þeirri kynslóð, en þau kynntust hvort öðru og klifrinu í gegnum sjálfboðaliðastörf sín fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Nú hafa þau fengið börnin sín með sér í klifrið.

Pabbi tryggir dótturLínuklifur í Orpierre í suðurhluta Frakklands. Sigurður tryggir línu Lukku.

Fjölmörg tækifæri til klifurs

Sigurður bendir á að í íslenskri náttúru finnist fjölmörg tækifæri til að klifra. „Við getum bara tekið með okkur skóna og dýnuna í sumarfríið, það eru klettar úti um allt. Það er alltaf hægt að hreyfa sig og finna eitthvað nýtt. Það þarf ekkert endilega vera skipulagt niður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár