Bresku Land Rover bifreiðarnar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi. Jens Fylkisson verkfræðingur hefur mikið dálæti á bílunum og gerði upp tvo slíka í samstarfi við Fylki Þórisson, föður sinn, og Hauk Jensson, son sinn.
„Útlitið er alveg einstakt,“ segir Jens. „Þú þekkir hann frá öðrum bílum. Erlendis er hann kallaður hinn eini sanni safari bíll. Í dag eru bílar meira og meira að líkjast hver öðrum og eru eins í laginu. En þetta gamla lag á Land Rover sem hefur haldist nokkurn veginn eins frá 1950 til aldamóta gerir þessa bíla sérstaka.“
Jens eignaðist Land Rover bifreið sína fyrir tæpum áratug, en Haukur, sonur hans, keypti sér sjálfur bíl nokkrum árum síðar, áður en hann hafði aldur til að taka bílpróf. Sá var Series 3 útgáfa frá árinu 1975, sem Jens segir þó ekki gamlan miðað við Land Rover. „Elstu bílarnir úr fyrstu seríu eru frá 1948, en þeir …
Athugasemdir