Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þegar markaðir veðja gegn mannkyninu

Rekja má meira en helm­ing af út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna iðn­að­ar síð­ustu þrjá ára­tugi til 25 stærstu kola-, olíu- og gas­fyr­ir­tækja heims. Fyr­ir­tæk­in ham­ast gegn að­gerð­um stjórn­valda í lofts­lags­mál­um – enda eru eign­ir og hluta­bréf fyr­ir­tækj­anna verð­met­in út frá mark­mið­um um að brenna marg­falt meira jarð­efna­eldsneyti held­ur en vist­kerfi jarð­ar þol­ir.

Rekja má meira en helming af útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar síðustu þrjá áratugi til 25 stærstu kola-, olíu- og gasfyrirtækja heims. Fimm þeirra hafa varið samtals um 600 milljónum bandaríkjadala, eða sem jafngildir 74 milljörðum íslenskra króna, í að grafa undan aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var samþykktur árið 2015.

Fjallað er með ítarlegum hætti um ábyrgð einstakra stórfyrirtækja á útblæstri gróðurhúsalofttegunda í úttekt sem samtökin Carbon Disclosure Project gáfu út árið 2017 í samstarfi við Climate Accountability Institute. Meðal helstu mengunarvalda heims eru kínversk, rússnesk og sádi-arabísk ríkisfyrirtæki og vestræn stórfyrirtæki á borð við ExxonMobil, Royal Dutch Shell, Chevron, BP og Total.

Fyrr á þessu ári birti svo bandaríska hugveitan InfluenceMap skýrslu um lobbýisma þessara fimm einkafyrirtækja. Þar er rakið hve gríðarlegu púðri þau verja í að hafa áhrif á umræðuna um loftslagsmál og sveigja hana að hagsmunum sínum. Fyrirtækin ganga hart fram gagnvart stjórnmálamönnum, þjóðþingum og alþjóðastofnunum, meðal annars gegnum þrýstisamtök á borð við American Petroleum Institute og FuelsEurope, og beita sér gegn umhverfisreglugerðum, grænum sköttum, rafvæðingu samgöngukerfa og öðrum stjórnvaldsaðgerðum á sviði loftslagsmála. Fram kemur í skýrslu InfluenceMap að á þessu ári verði aðeins þremur prósentum af nýjum fjárfestingum ExxonMobil, Shell, Chevron, BP og Total varið til lágkolefnistengdrar starfsemi, þvert á fagurgala olíufyrirtækjanna um að þau séu fullfær um að leysa loftslagsvandann upp á eigin spýtur og ríkisafskipti séu óþörf.

Gamblað með framtíð mannkynsMörgum varð brugðið þegar Donald Trump gerði framkvæmdastjóra ExxonMobil, Rex Tillerson, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2017. Hér má sjá Tillerson ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Kína er það ríki sem dælir mestum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en Bandaríkin koma þar á eftir – og þar er ExxonMobil það fyrirtæki sem mengar mest.

Kolefnisbirgðirnar langt umfram „mengunarsvigrúm“ jarðar

Til að ná markmiðum Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum miðað við meðalhitastigið fyrir iðnbyltingu getur uppsafnaður útblástur koltvísýrings af manna völdum ekki orðið meiri en 1.170 gígatonn næstu þrjá áratugi. Svo mikil hlýnun hefði alvarlegar afleiðingar, myndi valda talsverðri hækkun sjávarmáls, flóðum, þurrkum, vatnsskorti, veðuröfgum og uppskerubresti víða um heim og bitna verst á þjóðum sem búa nú þegar við bág kjör. Afleiðingarnar af 1,5°C hlýnun yrðu skömminni skárri, en til þess þyrfti að halda útblæstri koltvísýrings undir 420 gígatonnum næstu áratugina að mati loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna

Þær skráðu kolefnisbirgðir heims (e. carbon reserves) sem ríki og fyrirtæki hafa yfir að ráða myndu hins vegar valda um 2800 gígatonna koltvísýringsútblæstri – miklu meiri mengun en vísindamenn telja óhætt að leysa út í andrúmsloftið án þess að afleiðingarnar fyrir vistkerfi jarðar og samfélög manna verði hamfarakenndar. 65 prósent af þessum 2.800 gígatonnum eru kol, 22 prósent eru olía og 13 prósent gas. 745 gígatonn tilheyra þeim 200 stærstu kola-, olíu- og gasfyrirtækjunum heims sem skráð eru á markað. Hlutabréf fyrirtækjanna eru verðmetin út frá því að hægt sé að vinna þetta eldsneyti, selja það og brenna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár