Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eldgos og aðrar hamfarir verða skæðari

Tíðni eld­gosa gæti auk­ist vegna bráðn­un­ar jökla af völd­um lofts­lags­breyt­inga. Flóð, fár­viðri og eld­ar verða tíð­ari og heilsa lands­manna versn­ar. Ið­gjöld skyldu­trygg­inga hús­eig­enda munu hækka vegna auk­inn­ar hættu á ham­förum.

Nái kvika undan bráðnuðum jöklum upp á yfirborðið gæti Ísland staðið frammi fyrir því sem samsvarar einu Eyjafjallajökulsgosi á 7 ára fresti. Tíðni flóða og ofsaveðra mun einnig aukast af völdum loftslagsbreytinga og heilsa landsmanna versna vegna margra samspilandi þátta.

Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar kemur fram að vegna bráðnunar jökla geti tíðni eldgosa aukist eða umfang þeirra orðið meira vegna kvikuframleiðslu neðarlega í jarðskorpunni sem nær upp á yfirborðið. Erfitt er að meta hversu mikið af kvikunni nær upp á yfirborðið og hversu langan tíma það mun taka. Í sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir að 25 prósent kvikunnar skili sér á yfirborðið má gera ráð fyrir því sem nemur einu Eyjafjallajökulsgosi á 7 ára fresti. Gosið árið 2010 olli miklu tjóni og stöðvaði flugumferð í Evrópu á viku tímabili vegna ösku. Ekki er auðvelt að spá hversu langan tíma það tekur kvikuna að komast upp, en það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár