Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stendur ekki til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála

Rík­is­stjórn Ís­lands kynn­ir á næst­unni að­gerð­ir á grund­velli að­gerðaráætl­un­ar um lofts­lags­mál. Upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir að ekki standi til að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi að hætti Breta, að svo stöddu. Að­aláhersl­an liggi í að­gerð­um. Með þeim ná­ist ár­ang­ur í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Stendur ekki til að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki tekið ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála og telur aðgerðir það sem mestu máli skiptir.

Í svari frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar við spurningu blaðamanns um hvort lýsa eigi yfir neyðarástandi kemur fram að að svo stöddu hafi ekki verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Aðaláherslan liggi í aðgerðum, að með þeim náist árangur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.„Ríkisstjórnin leggur aðaláherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Þær eru það sem mestu máli skiptir,“ segir í svarinu. 

Í svarinu segir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé lögð mikil áhersla á loftlagsmál og að ríkisstjórnin hafi nú þegar sett fram viðamikla aðgerðaráætlun. Megináherslurnar séu helst tvær, í fyrsta lagi orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum, og í öðru lagi átak í kolefnisbindingu þar sem lögð er áhersla á skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis til að draga úr losun. „Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland í síðasta lagi árið 2040.“

„Ríkisstjórnin leggur aðaláherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Þær eru það sem mestu máli skiptir.“

Á næstunni standi til að kynna aðgerðir á grundvelli aðgerðaráætlunarinnar sem varða meðal annars orkuskipti í samgöngum, kolefnisbindingu og samstarf stjórnvalda við atvinnulífið á þessu sviði.

Umræða mikil meðal almennings

Í svarinu kemur fram að umræða um loftlagsmál sé mikil á Íslandi meðal almennings. Stjórnvöld finni fyrir miklum meðbyr hjá samfélaginu að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að sporna við áhrifum af völdum loftslagsbreytinga.

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir að almenningur í Bretlandi hafi, í ljósi

umræðu um neyðarástand, þrýst á stjórnvöld þar í landi að því marki að nú hafi Bretland lýst yfir neyðarástandi og sett sér markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.

Litið er á ákvörðun Breta sem táknrænan gjörning sem hvetja eigi stjórnvöld um heim allan til að taka stöðuna alvarlega. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur sagði nýverið í samtali við Stundina að honum lítist vel á ákvarðanir þeirra yfirvalda sem hafa lýst yfir neyð. „Með yfirlýsingum eru loftlagsmál sett í fyrsta sæti, sem þýðir meðal annars að verkefni sem ganga í aðra átt verða að víkja.“ Einnig segir Stefán að mikilvægt sé að Ísland „dragi vagninn í þessum efnum í stað þess að vera seinfær sporgöngumaður.“ Stefán telur íslensk stjórnvöld ekki hafa gert allt sem í sínu valdi stendur þegar kemur að loftlagsmálum.

Fleiri hafa tekið undir með Stefáni. Landvernd skoraði nýverið á ríkisstjórnina að lýsa yfir neyðarástandi en framkvæmdarstjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, telur að aðgerðaráætlun stjórnvalda gangi ekki nógu langt. „Þessi aðgerðaráætlun gengur alls ekki nógu langt og það er mjög erfitt að vinna eftir henni þegar hún er hvorki tímasett né magnbundin,“ segir Auður í viðtalið við Rúv um málið. 

Hins vegar segir í svarinu að íslensk stjórnvöld ætli sér að vera á undan Bretum í sínum aðgerðum. „Íslensk stjórnvöld ætla sem fyrr segir að ná sama markmiði tíu árum fyrr.“ Því snúist afstaða ríkisstjórnar frekar um aðgerðir en yfirlýsingar. „Í grunninn snýst málið um aðgerðir. Þær eru það sem mestu máli skiptir.“

„Með yfirlýsingum eru loftlagsmál sett í fyrsta sæti.“
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár