Það gerði mig mjög glaða að Stundin hringdi í mig akkúrat daginn sem ég fór algjörlega öfugum megin fram úr rúminu og fannst allt svolítið „pleh“. Svona dagur þegar það er sól úti og þú hugsar: „Ég vildi að það væri rigning svo ég hefði betri ástæðu til að vera inni í eigin eymd.“ Þetta var s.s. viðhorfið sem ég ætlaði með inn í þann dag þegar „lífið“ hringdi og sagði: „Halló, góðan daginn, má bjóða þér að skrifa grein um það sem gerir þig hamingjusama og deila því með heiminum?“ Mér þótti þetta ansi kómísk tímasetning og eftir símtalið gat ég ekki annað en bara brosað, því mér bauðst að setjast niður og rifja upp allt það sem gerir mig hamingjusama. Mér finnst lífið mjög oft vera svona – það kemur kannski ekki endilega með það sem þú vilt en það kemur með það sem þú þarft á að …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Töfrarnir í litlu hlutunum
Tinna Sverrisdóttir segir frá því sem hún gerir til að auka og viðhalda hamingju í lífi sínu. Meðal annars því, að þegar hún leyfir sér að taka eftir litlu hlutunum og sér aðstæður í stærra samhengi byrja tilviljanir að breytast í töfra.
Athugasemdir