Allir sem vilja segja sannleikann þekkja það stranga skilyrði sem því fylgir, að þurfa nauðsynlega að halda sig við þær staðreyndir sem þegar eru ljósar. Þetta kallar oft á seiglu gagnvart efasemdum og freistingum að stytta sér leið á áfangastað eða að fara krókaleið eitthvert allt annað.
Skilyrði sannleiksleitarinnar er eins konar spennitreyja agans og því stendur loddarinn oft betur en aðrir að vígi. Hann hefur meira svigrúm og frelsi til að segja söguna, getur sleppt mikilvægum staðreyndum, bætt öðrum við án samhengis og endurskapað eftir eigin hag og væntingum áheyrenda.
Sannleiksleitin krefst þess að fólk myndi sér vel ígrundaða skoðun sem óhjákvæmilega kostar tíma og áreynslu því þessi skoðun þarf að eiga sér stoð í veruleikanum og dómurinn sem fellur í málinu þarf að vera óvilhallur – innan um sleggjudómana.
Staðreynd er staðhæfing sem almennt er talin sönn. Staðreyndir í hverju máli eru í raun svo margar að hlutlægni …
Athugasemdir