Þann 4. október árið 2018 fengu foreldrar hins sex ára Adríans Breka Hlynssonar bestu fréttir sem þau gátu hugsað sér. Lyfjagreiðslunefnd hafði loks komist að þeirri niðurstöðu að sex ára sonur þeirra, sem er haldinn taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, skyldi fá Spinraza, fyrsta lyfið sem þróað hefur verið við sjúkdómnum. Fréttirnar fólu í sér heilmikinn létti og þakklæti. Þær kveiktu líka hjá þeim nýja og langþráða von. Fjölskyldan fagnaði því ákaft og það gerði líka fjölskylda annars íslensks barns, sem einnig fékk aðgang að lyfinu.
Á sama tíma brustu vonir annarra einstaklinga með SMA og fjölskyldna þeirra. Í samþykktinni var nefnilega fyrirvari: Lyfið skyldi aðeins gefið börnum undir 18 ára aldri. Þar fylgir Ísland fordæmi annarra Norðurlanda. Hins vegar hefur lyfið verið gert aðgengilegt öllum sjúklingum með SMA í fjölda annarra landa, meðal annars í Evrópulöndum á borð við Ítalíu, Frakkland, Þýskaland, Spán og …
Athugasemdir