Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Öngstræti Mueller-rannsóknarinnar

Fyr­ir rúmri viku síð­an, fimmtu­dag­inn 18. apríl, birti dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna stytta og rit­skoð­aða út­gáfu af skýrslu Robert Mu­ell­er. Þar með kom skýsl­an, eða hluti henn­ar í það minnsta, fyr­ir augu al­menn­ings í fyrsta sinn, því það eina sem hafði birst fram að því var fjög­urra blað­síðna end­ur­sögn Willaim Barr á helstu nið­ur­stöð­um skýrsl­unn­ar.

Öngstræti Mueller-rannsóknarinnar
Vilja sjá skýrsluna alla Hópar fólks söfnuðust saman í fjölda borga í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum og kröfðust þess að skýrslan Robert Mueller verði öll gerð opinber. Fyrir rúmri viku birti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stytta og ritskoðaða útgáfu af skýrslunni. Mynd: Shutterstock

Það er löng hefð að birta slæmar fréttir í vikulokin, og enn betra að grafa fréttir með því að birta þær fyrir langa helgi eins og páskahelgina. Það er hins vegar engin hætta á að Mueller-skýrslan hverfi úr fjölmiðlum í bráð, því Demókratar hafa krafist þess að þingið fá aðgengi að allri skýrslunni og undirliggjandi gögnum. Repúblíkanar hafa fyrir sitt leyti lofað rannsóknum á rannsókninni og Hvíta húsið hefur lýst yfir að það muni berjast gegn öllum tilraunum þingsins til að stefna gögnum eða vitnum rannsóknarinnar.

Rússarannsóknin sem öngstræti

Það er varla ofsögum sagt að fáum skýrslum hafi verið beðið eftir af jafn mikilli eftirvæntingu og skýrslu Mueller. Margir andstæðingar forsetans voru sannfærðir um að skýrslan myndi sýna að Vladimir Putin hefði rænt kosningunum 2016 fyrir Trump. Forsetinn væri þannig afhjúpaður sem strengjabrúða Putin og myndi í kjölfarið hrökklast úr embætti. 

Umfjöllun um rannsóknina fékk þannig oft á sig sterkan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár