Það er löng hefð að birta slæmar fréttir í vikulokin, og enn betra að grafa fréttir með því að birta þær fyrir langa helgi eins og páskahelgina. Það er hins vegar engin hætta á að Mueller-skýrslan hverfi úr fjölmiðlum í bráð, því Demókratar hafa krafist þess að þingið fá aðgengi að allri skýrslunni og undirliggjandi gögnum. Repúblíkanar hafa fyrir sitt leyti lofað rannsóknum á rannsókninni og Hvíta húsið hefur lýst yfir að það muni berjast gegn öllum tilraunum þingsins til að stefna gögnum eða vitnum rannsóknarinnar.
Rússarannsóknin sem öngstræti
Það er varla ofsögum sagt að fáum skýrslum hafi verið beðið eftir af jafn mikilli eftirvæntingu og skýrslu Mueller. Margir andstæðingar forsetans voru sannfærðir um að skýrslan myndi sýna að Vladimir Putin hefði rænt kosningunum 2016 fyrir Trump. Forsetinn væri þannig afhjúpaður sem strengjabrúða Putin og myndi í kjölfarið hrökklast úr embætti.
Umfjöllun um rannsóknina fékk þannig oft á sig sterkan …
Athugasemdir