
Mamma Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings, Björg Magnea Magnúsdóttir, var ein af þessum mögnuðu konum sem gátu galdrað fram flóknar kræsingar í eldhúsinu að því er virtist fyrirhafnarlaust. Þegar hún lést, þegar Sólveig var ekki nema 15 ára, fór með henni mikil þekking af ýmsu tagi, ekki síst aragrúi af ómótstæðilegum mataruppskriftum sem aldrei höfðu verið skrifaðar niður á blað. „Það má segja að með henni hafi allur bernskumaturinn farið,“ segir Sólveig. „Þegar ég svo í einhverri brjálaðri fífldirfsku réði mig sem matráðskonu í veiðihús þegar ég var tvítug fór ég að reyna að grípa úr minninu þessar uppskriftir hennar mömmu. Þar þurfti ég nefnilega ekki bara að elda – ég hafði gaman af því – en líka að baka sem ég hafði aldrei verið mikið í. Með hjálp systra minna fór ég að skrifa niður uppskriftir hennar …
Athugasemdir