Ekki fæst uppgefið hvaða íslensku fjárfestar eru á bak við kaupin á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, TACV, ásamt flugfélaginu Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, sem leiðir fjárfestahópinn, segir að ekki sé tímabært að greina frá því, auk þess sem hann sé í raun enn að setja hópinn saman. „Ég bara held utan um þennan hóp. Ég hef ekkert rætt við þá þannig að ég sé að opinbera það en þetta mun koma fram þegar þar að kemur. En þetta mun koma fram einhvern tímann.“
Í svörum sínum til Stundarinnar tilgreinir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ekki aðra einstaklinga en Björgólf þegar hann er spurður að því hvaða fjárfestar standi að viðskiptunum. Bogi segir að það hafi verið ósk ríkisstjórnar Grænahöfðaeyja að fá Björgólf að viðskiptunum sem fjárfesti. „Á móti Loftleiðum fer Björgólfur Jóhannsson fyrir hópi fjárfesta sem eiga 30% hlut í eignarhaldsfélaginu sem kaupir 51% hlut. “
Bogi segir að það …
Athugasemdir