„Ég komst að því að yfirmaðurinn minn var farinn að fylgjast með mér og öllu starfsfólkinu með myndavélum,“ segir Haukur Hildarson, fráfarandi verslunarstjóri Icewear í Þingholtsstræti. „Eftir það kom hann inn í búðina og rak mig. Hann gaf ekki neina ástæðu.“
Haukur hafði starfað hjá Icewear í þrjú ár og sem verslunarstjóri frá því síðasta sumar. Í lok febrúar var hann rekinn eftir að hafa leitað til trúnaðarmanns vegna rekstrarstjóra verslana fyrirtækisins, sem ítrekað fylgdist með starfsfólki í gegnum öryggismyndavélakerfi verslunarinnar. Framkvæmdastjóri Icewear segir öllum reglum fylgt og segir ástæður brottrekstrar Hauks aðrar.
„Hann sendi mér pósta með lýsingum á því hvað starfsfólkið væri að gera,“ segir Haukur. „Hann lýsti því að það væri „fjölskylduheimsókn“ við kassann þegar starfsmaður var með mömmu sína og systur fyrir framan. Hann sagðist vera búinn að vera að fylgjast með í stundum tuttugu mínútur.“
Skjáskot af samskiptum Hauks og rekstrarstjórans í tölvupósti og Facebook-spjalli …
Athugasemdir