„Ég er algjörlega sannfærður um að sá dagur muni renna að talað verði um dýraát nánast eins og mannát. Við erum að éta vöðva og hold af öðrum spendýrum, það er í raun og veru viðurstyggð. Það verður litið á þetta með sömu fyrirlitningu og er í dag litið á þrælahald í Bandaríkjunum, til að mynda. Eftir þetta 100 til 200 ár tel ég að menn verði alveg hættir að éta dýr.“
Hvort þessi spá mun ganga eftir mun Ole Anton Bieltvedt vitanlega ekki upplifa, ekki síst í ljósi þess að hann verður 77 ára á þessu ári. En hann ætlar sér að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að þess að þetta verði sú framtíð sem við munum búa við. Til þess hefur hann stofnað náttúruverndarsamtökin Jarðarvini og nýtir hann tíma sinn og fjármuni í umtalsverðu mæli til þeirrar baráttu.
Dýrin hafa tilfinningar og skynjun
Ole Anton Bieldvedt er …
Athugasemdir