Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir af sér sem varaþingmaður Pírata

Snæ­björn Brynj­ars­son hef­ur ákveð­ið af segja af sér vara­þing­mennsku eft­ir að hafa orð­ið sér til minn­kunn­ar í sam­skipt­um við Ernu Ýr Öldu­dótt­ur.

Segir af sér sem varaþingmaður Pírata
Segir af sér Snæbjörn hyggst segja af sér sem varaþingmaður og láta jafnframt af öllum trúnaðarstörfum fyrir Pírata. Mynd:

Snæbjörn Brynjarsson rithöfundur og blaðamaður hefur ákveðið að segja af varaþingmennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og úthúðað Ernu Ýr Öldudóttur blaðamanni. Atkvikið átti sér stað á skemmtistað í Reykjavík aðfararnótt síðastliðins laugardags.

Í færslu á Facebook síðu sinni segir Snæbjörn að hegðun hans hafi verið með öllu óviðeigandi og ekki sæmandi kjörnum fulltrúa. Í samtali við Stundina staðfestir Snæbjörn að hann hafi lýst skoðun sinni á störfum og persónu Ernu með orðfæri sem sé óboðlegt, án þess að vilja fara í frekari útleggingar á því sem þar kom fram. Hann og Ernu greini á um hvað hafi verið sagt en Erna lýsti því í samtali við Fréttablaðið að Snæbjörn hefði hótað að berja hana. Snæbjörn segir það ekki rétt en hann hafi hins vegar sagst fyrirlíta hana fyrir að vinna hjá Birni Inga Hrafnsyni en hann rekur fréttamiðilinn Viljann þar sem Erna vinnur.

Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata

„Í ljósi atburða liðinnar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem varaþingmaður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á samstarfsfélaga mína og Alþingi. Mér er annt um virðingu Alþingis, traust fólks á kjörnum fulltrúum, en sér í lagi er mér annt um þau þúsundir manna sem kusu Pírata og öll þau hundruð sem lögðu á sig þrotlausa sjálfboðavinnu til að tryggja mér kjör. Af virðingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér tafarlaust sem varaþingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem Píratar hafa falið mér,“ skrifar Snæbjörn og biðst jafnframt afsökunar á hegðun sinni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
6
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár