Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Geðhjálp leiðréttir villandi málflutning Jóns Baldvins um geðhvarfasýki

„Er því al­far­ið vís­að á bug að eitt af meg­in­ein­kenn­um geð­hæða fel­ist í aukn­um áhuga á kyn­lífi þótt dæmi séu um slíkt á með­an á geð­hæð stend­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Geðhjálp leiðréttir villandi málflutning Jóns Baldvins um geðhvarfasýki

Stjórn Geðhjálpar hefur sent út tilkynningu vegna ummæla Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og forystumanns jafnaðarmanna á Íslandi, um geðhvarfasýki en Jón hefur haldið því fram að þráhyggja gagnvart kynlífi sé eitt helsta einkenni sjúkdómsins. 

„Í kjölfar fjölda erinda til Landssamtakanna Geðhjálpar vill stjórn samtakanna vekja athygli á þeirri staðreynd að megineinkenni geðhvarfa felast í tímabundnum geðhæðum og -lægðum og því að einkenni geðhæða hverfa um leið og jafnvægi er náð á ný. Brýnt er að almenningur sé meðvitaður um að þegar einstaklingur með geðhvörf er ekki í geðhæð sé hann jafn veruleikatengdur og trúverðugur og allur almenningur. Síðast en ekki síst er því alfarið vísað á bug að eitt af megineinkennum geðhæða felist í auknum áhuga á kynlífi þótt dæmi séu um slíkt á meðan á geðhæð stendur,“ segir í tilkynningu þeirra.

„Geðhjálp minnir á að fólk með geðraskanir verði fyrir hvað mestum fordómum af öllum jaðarsettum hópum í samfélaginu. Fjölmiðlafólk, aðrir áhrifavaldar og almenningur þurfi að vera vakandi fyrir því að ala ekki á fordómum gagnvart þessum hópi með því að birta fordómafull ummæli á opinberum vettvangi. Þegar ekki takist að véfengja fordómafull ummæli viðmælenda á meðan á umfjöllun standi, sé eðlilegt að bregðast við rangfærslum með því að birta réttar upplýsingar eftir fagfólk og notendum í kjölfarið.“

Stjórn Geðhjálpar hvetur fjölmiðla til að ljá fólki með sögu um geðrænan vanda rödd, draga ekki í efa trúverðugleika þess, forðast eftir fremsta megni birtingu fordómafullra ummæla gagnvart fólki með geðrænan vanda og stuðla að því að fræða almenning um eðli geðraskana og réttindi fólks með geðraskanir með faglegum og uppbyggilegum hætti. Þá benda samtökin benda á vefinn www.rettindagatt.is í tengslum við umfjöllun um lagaleg réttindi fólks með geðraskanir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár