Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Geðhjálp leiðréttir villandi málflutning Jóns Baldvins um geðhvarfasýki

„Er því al­far­ið vís­að á bug að eitt af meg­in­ein­kenn­um geð­hæða fel­ist í aukn­um áhuga á kyn­lífi þótt dæmi séu um slíkt á með­an á geð­hæð stend­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Geðhjálp leiðréttir villandi málflutning Jóns Baldvins um geðhvarfasýki

Stjórn Geðhjálpar hefur sent út tilkynningu vegna ummæla Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og forystumanns jafnaðarmanna á Íslandi, um geðhvarfasýki en Jón hefur haldið því fram að þráhyggja gagnvart kynlífi sé eitt helsta einkenni sjúkdómsins. 

„Í kjölfar fjölda erinda til Landssamtakanna Geðhjálpar vill stjórn samtakanna vekja athygli á þeirri staðreynd að megineinkenni geðhvarfa felast í tímabundnum geðhæðum og -lægðum og því að einkenni geðhæða hverfa um leið og jafnvægi er náð á ný. Brýnt er að almenningur sé meðvitaður um að þegar einstaklingur með geðhvörf er ekki í geðhæð sé hann jafn veruleikatengdur og trúverðugur og allur almenningur. Síðast en ekki síst er því alfarið vísað á bug að eitt af megineinkennum geðhæða felist í auknum áhuga á kynlífi þótt dæmi séu um slíkt á meðan á geðhæð stendur,“ segir í tilkynningu þeirra.

„Geðhjálp minnir á að fólk með geðraskanir verði fyrir hvað mestum fordómum af öllum jaðarsettum hópum í samfélaginu. Fjölmiðlafólk, aðrir áhrifavaldar og almenningur þurfi að vera vakandi fyrir því að ala ekki á fordómum gagnvart þessum hópi með því að birta fordómafull ummæli á opinberum vettvangi. Þegar ekki takist að véfengja fordómafull ummæli viðmælenda á meðan á umfjöllun standi, sé eðlilegt að bregðast við rangfærslum með því að birta réttar upplýsingar eftir fagfólk og notendum í kjölfarið.“

Stjórn Geðhjálpar hvetur fjölmiðla til að ljá fólki með sögu um geðrænan vanda rödd, draga ekki í efa trúverðugleika þess, forðast eftir fremsta megni birtingu fordómafullra ummæla gagnvart fólki með geðrænan vanda og stuðla að því að fræða almenning um eðli geðraskana og réttindi fólks með geðraskanir með faglegum og uppbyggilegum hætti. Þá benda samtökin benda á vefinn www.rettindagatt.is í tengslum við umfjöllun um lagaleg réttindi fólks með geðraskanir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár