Konur upplifa oft og iðulega að ekki sé hlustað á þær þegar þær hitta lækna. Áhyggjur þeirra af eigin heilsu og lýsingar á verkjum eru jafnvel afskrifaðar sem móðursýki og kerlingabækur. Konur lýsa því að læknar hlusti ekki á þær, að þeir sjúkdómsgreini þær ekki, neiti að senda þær í frekari rannsóknir en sendi þær heim með skilaboð um að ekkert sé að þeim, utan að þær séu stressaðar og mættu mögulega við því að missa nokkur kíló.
Getur haft alvarlegar afleiðingar
Þetta eru upplifanir og lýsingar íslenskra kvenna en ekki hefur verið gerð nákvæm rannsókn á upplifun kvenna hér á landi af samskiptum við lækna. Erlendis fer hins vegar fram mikil umræða þessi misserin um misræmi í upplifun kvenna og karla af heilbrigðiskerfinu. Þannig sýna rannsóknir að konur fá ávísað minni verkjalyfjum eftir aðgerðir heldur en karlar fá, …
Athugasemdir