Þegar Borghildur Indriðadóttir undirbjó frumflutning verksins Demoncrazy á Listahátíð í Reykjavík í fyrra óraði hana ekki fyrir því að rúmu hálfu ári síðar ætti verkið enn eftir að taka yfir drjúgan tíma hennar. Það hefur hins vegar heldur betur undið upp á sig og tekið óvæntar stefnur, eftir að Facebook eyddi öllum vinum hennar á einu bretti, skömmu fyrir frumsýningu verksins.
„Forsvarsmenn Freemuse höfðu samband við mig að fyrra bragði og buðu fram aðstoð sína. Þau eru að hjálpa mér að finna lögfræðinga sem geta flutt málið í Bandaríkjunum. Það þarf skilst mér að vera þar, því höfuðstöðvar Facebook eru í Silicon Valley,“ segir Borghildur.
Freemuse eru samtök sem berjast fyrir tjáningarfrelsi listamanna á heimsvísu, meðal annars með því að styðja þá opinberlega og aðstoða þá við að standa á rétti sínum. Í ítarlegri skýrslu sem samtökin gáfu frá sér í lok síðasta árs, undir nafninu Creativity Wronged: How Women’s …
Athugasemdir