Erfðabreytt matvæli hafa valdið usla, óvissu og vantrausti meðal almennings nánast síðan hugmyndin skaut fyrst upp kollinum. Það var árið 1994 sem fyrsti erfðabreytti tómaturinn var kynntur almenningi. Hann átti að vera bragðbetri en aðrir tómatar sökum seinkunar á þroska hans. Það er skemmst frá því að segja að sú erfðabreyting skilaði ekki tilskildum árangri og trú fólks á erfðabreytingar lá í dvala um sinn.
Erfðabreytt til að auka þol plöntunnar
Stuttu síðar, árið 1996, kynnti fyrirtækið Monsanto erfðabreyttan maís og hóf á honum sölu. Maísinn var þeim eiginleika gæddur að þola illgresiseyðinn Roundup, sem reyndar er framleiddur af sama fyrirtæki. Sama ár var kynntur til sögunnar erfðabreyttur maís sem bar í sér bakteríugen, til varnar plöntunni.
Athugasemdir