Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

Sig­ríð­ur Hulda Rich­ards­dótt­ir, sem var nem­andi í Mennta­skól­an­um á Ísa­firði þeg­ar Jón Bald­vin Hanni­bals­son var skóla­meist­ari, seg­ir Jón Bald­vin hafa káf­að á sér í dimissi­on ferð og elt uppi kven­kyns nem­end­ur sína. Frá­sögn henn­ar er studd þrem­ur vitn­um úr ferð­inni.

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
Dimission ferð Jón Baldvin Hannibalsson, annar frá vinstri, var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði frá 1970 til 1979.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, sem var nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði í lok áttunda áratugarins, segir Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi skólameistara og síðar stjórnmálamann, hafa káfað á brjóstunum á sér og áreitt nemendur kynferðislega.

Sigríður Hulda Richardsdóttir

Hún segir atvikið hafa átt sér stað í dimission ferð skólans eftir að siglt hafði verið með nemendur til Bolungarvíkur til að fara í sund. Þar hafi Jón Baldvin stokkið nakinn út í laugina til nemendanna. „Þessi nakti maður kom syndandi í áttina til okkar og við vorum allar í sjokki,“ segir Sigríður.

Í samtali við Stundina staðfesta þrjár skólasystur Sigríðar atburði dagsins eins og Sigríður lýsir þeim.

Aðspurður segist Jón Baldvin ekki ætla að bregðast við frásögninni strax. „Ég ætla ekki að bregðast við þessu fyrr en síðar og þá vel ég tíma, stað og stund,“ segir hann.

Í blaði Stundarinnar sem kom út á föstudag lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaðinu. Þá steig mágkona hans einnig fram í viðtali við Stundina á laugardag og sagði frá meintri áreitni hans.

Mikið fyllerí á kennurunum

Sigríður var nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði árin 1975 til 1979 og var Jón Baldvin skólameistari á þessum árum. Hann starfaði sem kennari og skólastjórnandi í fjórtán ár, fyrst í Hagaskóla 1964 til 1970, og svo sem skólameistari á Ísafirði 1970 til 1979. Kvenkyns nemendur úr Hagaskóla hafa einnig greint frá áreitni Jóns Baldvins í samtali við Stundina, sem þær segja hafa átt sér stað þegar þær voru þrettán til fjórtán ára gamlir nemendur hans.

Vorið 1979 fór útskriftarbekkurinn Sigríðar í Menntaskólanum á Ísafirði í dimission ferð. „Ég hafði væntingar um skemmtilegan dag, fjögurra ára nám var að baki, upplestrarfrí framundan og eftirvæntingar um alveg nýja framtíð framundan,“ segir Sigríður.

Dimission ferðAð sögn sjónarvotta var mikil drykkja meðal kennara.

Eftir hádegi yfirgáfu útskriftarnemar skólann, snæddu hádegisverð á heimavistinni og héldu svo í sjóferð á litlum fiskibáti til Súðavíkur, þar sem sveitarstjóri og kona hans buðu upp á kaffi.

„Á siglingunni frá Ísafirði til Súðavíkur bar mikið á því að skólameistari og flestir kennarar voru orðnir vel við skál,“ segir Sigríður. „Skólameistari hékk í reiðanum og þrumaði ræður yfir okkur verðandi stúdentum. Það vakti undrun mína, að skólameistari og fleiri kennarar voru orðnir haugadrukknir svona rétt eftir hádegið. Það var ekki meiningin að dimisson ætti að fjalla um fyllierí kennara, aftur á móti átti þetta að vera dagur komandi stúdenta sem voru að kveðja skólann.“

Frá Súðavík var siglt til Bolungarvíkur og sundlaugin sérstaklega opnuð fyrir nemendur til að hafa sig til fyrir veisluhöld kvöldsins. Sigríður segir að þar hafi verið minna um ræðuhöld af hálfu Jóns Baldvins.

„Aftur á móti var hann byrjaður að sigta nokkrar af okkur út, reyna að fá mig og fleiri á eintal við sig og káfa á okkur. Ég forðaðist fljótt að vera ein með honum.
Þegar ég og skólasystur mínar vorum nýkomnar út í laugina í Bolungarvík, þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina.“

„Með radarinn beint á stelpurnar“

Sigríður segir að sér hafi brugðið við þetta athæfi, þar sem allir hafi vitað að sundferð væri á dagskránni og því tekið sundföt með sér. „Þessi nakti maður kom syndandi í áttina til okkar og við vorum allar í sjokki. Þessu var bjargað af einum af þeim kennurum sem ekki var haugafullur, hann stökk upp úr lauginni, og fór í föt og bauð Jóni Baldvini sundskýluna sína og fékk skólameistara upp úr lauginni og inn í búningsklefann. Við stelpurnar gátum andað aðeins léttar.“

„Hann byrjaði að strjúka á mér brjóstin og lendar.“

Að sögn Sigríðar hélt áreitið áfram þegar Jón Baldvin, sem var fertugur að aldri, var kominn í sundskýluna. „Hann hoppaði út í laugina aftur, með radarinn beint á stelpurnar. Hann byrjaði að strjúka á mér brjóstin og lendar, sem var afar óþægilegt og raunar mjög fráhrindandi svo ég stökk upp úr sundlauginni og fór í heita pottinn.

Þá byrjaði skólameistari að elta aðrar stelpur, sem endaði með að við flúðum upp úr sundlauginni hver af annarri og fórum í heita pottinn. Þaðan sá ég að skólameistari uppgötvaði að allt kvenkyns var í heita pottinum. Hann kom fljúgandi þangað. Við stukkum allar upp úr heita pottinum um leið,“ segir hún.

Gamlar klámvísur og áreiti eftir sundferð

Sigríður segist hafa verið í sjokki yfir kynferðislegri hegðun skólameistarans. „Á eftir gengum við frá sundlauginni í hópum að húsi því sem veislan átti að fara fram,“ segir hún. „Jón Baldvin hékk í mér á leiðinni frá sundlauginni, leitaði kynferðislega á mig og fór með gamlar klámvísur, sem mér fannst óþægilegt og fráhrindandi. Þessi kynferðislega áreitni stoppaði ekki og hann hélt áfram í veislunni líka.“

Stundin ræddi við þrjár skólasystur Sigríðar sem urðu vitni að atburðum dagsins. Segjast þær allar hafa séð Jón Baldvin stökkva nakinn út í laugina og elta uppi kvenkyns nemendur sína. 

Sigríður segir að nemendur hafi ekki kvartað undan athæfinu. „Nei, við vorum öll í sjokki, og þar að auki bárum við virðingu fyrir Bryndísi.“ Á hún þar við Bryndísi Schram, eiginkonu Jóns Baldvins, sem einnig hafði starfað í skólanum.

Þetta var síðasta ár Jóns Baldvins sem skólameistari menntaskólans. Hann hafði í vaxandi mæli farið að taka sæti sem varaþingmaður á Alþingi. Eftir þetta varð hann ritstjóri Alþýðublaðsins og árið 1982 hófst sextán ára samfelldur þingmannsferill, þar sem hann varð meðal annars utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd og síðar sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum.

Siglt til BolungarvíkurSundlaugin var opnuð sérstaklega fyrir nemendur í tilefni dagsins.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár