Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Oftar mætti grípa til síbrotagæslu

Kraf­an um hraða máls­með­ferð er skýr í lög­um um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili. Á þetta bend­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­hér­aðssak­sókn­ari. Hún seg­ir að lög­regla gæti oft­ar grip­ið til sí­brota­gæslu en þó að­eins í al­var­leg­ustu til­vik­un­um, þar sem ljóst er að óskil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm­ur ligg­ur við brot­un­um.

Oftar mætti grípa til síbrotagæslu
Dómstólar styðjist við matslista Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknara sat lengi í Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og hefur umtalsverða reynslu af heimilisofbeldismálum. Hún telur að dómstólar gætu í auknum mæli nýtt sér matslista, sem séu gott tæki til að leggja mat á það hverjir eru líklegir til að brjóta af sér og hverjir ekki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Skerpt var á ákvæði um nálgunarbann í nýjum lögum árið 2011, í þeim tilgangi að auka réttarvernd þolenda. Á þetta bendir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari en hún hefur umtalsverða reynslu af málum er tengjast heimilisofbeldi, bæði í starfi sínu sem saksóknari en hún var einnig formaður Barnaverndar Hafnarfjarðar á árunum 2007 til 2014. „Menn töldu að það væri ekki gert með nægilega skýrum hætti,“ segir Kolbrún. Þegar lögunum sé beitt þurfi að hafa í huga að tvenns konar hagsmunir vegist á, annars vegar réttindi sakbornings til að vera frjáls ferða sinna og geta verið þar sem hann vill, og hins vegar hagsmunir brotaþola af því að þurfa ekki að vera í samskiptum við einhvern sem er ógnandi og hræðir. Þá bendir hún á að ekki megi beita nálgunarbanni ef hægt er að vernda brotaþola með vægari hætti.

Kolbrún segir að lög …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Nálgunarbönn

Nálgunarbönn: Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á
ÚttektNálgunarbönn

Nálg­un­ar­bönn: Bit­laust úr­ræði sem þarf að skerpa á

Beiðni um nálg­un­ar­bann er hafn­að eða hún aft­ur­köll­uð í nær helm­ingi þeirra til­vika þeg­ar það úr­ræði kem­ur til álita hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Úr­ræð­ið er sjald­an nýtt og þyk­ir ekki skil­virkt. Á tæp­um fjór­um ár­um hef­ur ein­stak­ling­ur 111 sinn­um ver­ið úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á tíma­bil­inu voru rúm­lega fimm þús­und heim­il­isof­beld­is­mál í rann­sókn hjá lög­regl­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár