Skerpt var á ákvæði um nálgunarbann í nýjum lögum árið 2011, í þeim tilgangi að auka réttarvernd þolenda. Á þetta bendir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari en hún hefur umtalsverða reynslu af málum er tengjast heimilisofbeldi, bæði í starfi sínu sem saksóknari en hún var einnig formaður Barnaverndar Hafnarfjarðar á árunum 2007 til 2014. „Menn töldu að það væri ekki gert með nægilega skýrum hætti,“ segir Kolbrún. Þegar lögunum sé beitt þurfi að hafa í huga að tvenns konar hagsmunir vegist á, annars vegar réttindi sakbornings til að vera frjáls ferða sinna og geta verið þar sem hann vill, og hins vegar hagsmunir brotaþola af því að þurfa ekki að vera í samskiptum við einhvern sem er ógnandi og hræðir. Þá bendir hún á að ekki megi beita nálgunarbanni ef hægt er að vernda brotaþola með vægari hætti.
Kolbrún segir að lög …
Athugasemdir