Ef nálgunarbönn virkuðu sem skyldi ættu þau að veita manneskjum sem sætt hafa ofbeldi, hótunum um slíkt eða ítrekaðri áreitni langþráða hvíld. Alltof algengt er hins vegar að þau hafi ekki þau áhrif. Hér er sögð saga átta ólíkra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa kynnst mönnum sem tóku yfir líf þeirra með hótunum, ofsóknum og ofbeldi. Þær hafa lifað við að vera varar um sig og hræddar öllum stundum, að nóttu sem að degi. Sjaldgæft er að sögum þeirra af ofbeldi ljúki með nálgunarbanni, að mennirnir sem hrella þær hafi látið af hegðuninni í kjölfar þess. Algengara er að þær hafi sjálfar þurft að flýja heimili sitt, jafnvel flytja þaðan alfarið, í annað sveitarfélag eða til annars lands, til þess eins að fá að lifa lífi sínu í friði. Í sumum tilvikum hafa konurnar sjálfar sætt ofsóknum svo lengi að þær eru orðnar ónæmar fyrir því.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.
Kerfinu mistekst að vernda konur
Átta konur segja reynslusögur sínar af nálgunarbanni. Þær eru ólíkar og úr ýmsum áttum en eiga það allar sameiginlegt að hafa kynnst mönnum sem tóku yfir líf þeirra með hótunum, ofsóknum og ofbeldi. Sögur þeirra sýna að úrræðinu, sem ætlað er að veita þeim vernd og hvíld frá stöðugu áreiti, er verulega ábótavant.
Athugasemdir