Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kerfinu mistekst að vernda konur

Átta kon­ur segja reynslu­sög­ur sín­ar af nálg­un­ar­banni. Þær eru ólík­ar og úr ýms­um átt­um en eiga það all­ar sam­eig­in­legt að hafa kynnst mönn­um sem tóku yf­ir líf þeirra með hót­un­um, of­sókn­um og of­beldi. Sög­ur þeirra sýna að úr­ræð­inu, sem ætl­að er að veita þeim vernd og hvíld frá stöð­ugu áreiti, er veru­lega ábóta­vant.

Ef nálgunarbönn virkuðu sem skyldi ættu þau að veita manneskjum sem sætt hafa ofbeldi, hótunum um slíkt eða ítrekaðri áreitni langþráða hvíld. Alltof algengt er hins vegar að þau hafi ekki þau áhrif. Hér er sögð saga átta ólíkra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa kynnst mönnum sem tóku yfir líf þeirra með hótunum, ofsóknum og ofbeldi. Þær hafa lifað við að vera varar um sig og hræddar öllum stundum, að nóttu sem að degi. Sjaldgæft er að sögum þeirra af ofbeldi ljúki með nálgunarbanni, að mennirnir sem hrella þær hafi látið af hegðuninni í kjölfar þess. Algengara er að þær hafi sjálfar þurft að flýja heimili sitt, jafnvel flytja þaðan alfarið, í annað sveitarfélag eða til annars lands, til þess eins að fá að lifa lífi sínu í friði. Í sumum tilvikum hafa konurnar sjálfar sætt ofsóknum svo lengi að þær eru orðnar ónæmar fyrir því.

Bannið bar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Nálgunarbönn

Nálgunarbönn: Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á
ÚttektNálgunarbönn

Nálg­un­ar­bönn: Bit­laust úr­ræði sem þarf að skerpa á

Beiðni um nálg­un­ar­bann er hafn­að eða hún aft­ur­köll­uð í nær helm­ingi þeirra til­vika þeg­ar það úr­ræði kem­ur til álita hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Úr­ræð­ið er sjald­an nýtt og þyk­ir ekki skil­virkt. Á tæp­um fjór­um ár­um hef­ur ein­stak­ling­ur 111 sinn­um ver­ið úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á tíma­bil­inu voru rúm­lega fimm þús­und heim­il­isof­beld­is­mál í rann­sókn hjá lög­regl­unni.
Oftar mætti grípa til síbrotagæslu
ÚttektNálgunarbönn

Oft­ar mætti grípa til sí­brota­gæslu

Kraf­an um hraða máls­með­ferð er skýr í lög­um um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili. Á þetta bend­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­hér­aðssak­sókn­ari. Hún seg­ir að lög­regla gæti oft­ar grip­ið til sí­brota­gæslu en þó að­eins í al­var­leg­ustu til­vik­un­um, þar sem ljóst er að óskil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm­ur ligg­ur við brot­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár