Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær

„Hæ, ... ég er níu ára. Þeg­ar ég var lít­il var ég mis­not­uð af pabba mín­um,“ seg­ir í dag­bókar­færslu ungr­ar stúlku. Fimm ára greindi hún frá kyn­ferð­is­legri mis­notk­un föð­ur síns. Engu að síð­ur var hún neydd til um­gengni við hann. Í kjöl­far­ið braut hann líka á yngri syst­ur henn­ar. Gögn sýna að stúlk­urn­ar vildu ekki um­gang­ast föð­ur sinn og frá­sagn­ir af kyn­ferð­isof­beldi bár­ust margoft til yf­ir­valda. Mál­ið var aldrei með­höndl­að sem barna­vernd­ar­mál.

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær

„Ég man ekki eftir því að hann hafi sagt að hann elskaði mig án þess að tala í kjölfarið um að hann hefði aldrei gert mér neitt. En hann hafði misnotað mig, ég hef alltaf vitað það.“

Konan sem hér talar er 32 ára gömul, fædd árið 1986, dóttir sérfræðings í ráðuneyti. Við köllum hana Guðrúnu. Foreldrar Guðrúnar skildu í kjölfar þess að hún sakaði föður sinn um kynferðisofbeldi. Í kjölfarið upphófst deila um umgengni við dæturnar tvær. Dæturnar, sem fara fram á nafnleynd, segja hér sögu sína. 

Móðir þeirra vildi í fyrstu að faðir þeirra héldi áfram að umgangast börnin en undir takmörkunum og eftirliti, en hann vildi ekki una því. Að lokum tók móðir þeirra þá afstöðu að stöðva þyrfti alla umgengni föðurins við dæturnar, en yngri systir hennar, sem hér eftir verður kölluð Helena, segir frá því hvernig faðir hennar misnotaði hana í þvingaðri umgengni. 

„Ég á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár