„Ég man ekki eftir því að hann hafi sagt að hann elskaði mig án þess að tala í kjölfarið um að hann hefði aldrei gert mér neitt. En hann hafði misnotað mig, ég hef alltaf vitað það.“
Konan sem hér talar er 32 ára gömul, fædd árið 1986, dóttir sérfræðings í ráðuneyti. Við köllum hana Guðrúnu. Foreldrar Guðrúnar skildu í kjölfar þess að hún sakaði föður sinn um kynferðisofbeldi. Í kjölfarið upphófst deila um umgengni við dæturnar tvær. Dæturnar, sem fara fram á nafnleynd, segja hér sögu sína.
Móðir þeirra vildi í fyrstu að faðir þeirra héldi áfram að umgangast börnin en undir takmörkunum og eftirliti, en hann vildi ekki una því. Að lokum tók móðir þeirra þá afstöðu að stöðva þyrfti alla umgengni föðurins við dæturnar, en yngri systir hennar, sem hér eftir verður kölluð Helena, segir frá því hvernig faðir hennar misnotaði hana í þvingaðri umgengni.
„Ég á …
Athugasemdir