Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Læddist meðfram veggjum í menntaskóla

Arna Stein­ars­dótt­ir seg­ir að það hafi ver­ið mik­ið gleði­efni að kom­ast að því að bestu ár æv­inn­ar eru ekki endi­lega mennta­skóla­ár­in, ólíkt því sem marg­ir halda fram.

Arna og sonur hennar Kári Segist mögulega ekki hafa passað inn í MH í íþróttagallanum sínum.

Menntaskólinn. Ég læddist meðfram veggjum í íþróttagallanum mínum með sellóið á bakinu. Ég nennti ekki að láta bera á mér. Leið kannski ekkert sérstaklega vel.

Það tala alltaf allir um að það þurfi allir að vera eins, samt var ég í MH, þar sem allir eiga að geta verið þeir sjálfir. Kannski fittaði ég ekki alveg þar inn í íþróttagallanum, þú veist, átti maður ekki bara að vera í lopapeysunni þar eða eitthvað? Ég veit það ekki.

Það tala allir um að menntaskólinn eigi að vera bestu ár lífs þíns, en það var það ekki fyrir mér, komplexaðan ungling í menntaskóla. Það er samt pínu gott að vita að besti tíminn minn er eftir. Það er gott að vita að besti tíminn er ekki búinn þegar maður verður tvítugur. Já, ég held það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár