Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

30 manns strand á Keflavíkurflugvelli eftir klúður í bókun

Um 30 starfs­menn CCEP sem áttu að fljúga til Berlín­ar í morg­un í árs­há­tíð­ar­ferð voru bók­að­ir í flug ár­ið 2019. WOW air seg­ir að um mann­leg mis­tök sé að ræða og far­þeg­un­um verði kom­ið út á morg­un.

30 manns strand á Keflavíkurflugvelli eftir klúður í bókun
Voru bókaðir á næsta ári Starfsmenn Coke á Íslandi sem áttu að fljúga út til Berlínar í morgun í árshátíðarferð voru bókaðir fyrir mistök í flug á næsta ári.

Rúmlega 30 starfsmenn CCEP, sem áður hét Vífilfell, eru strandaglópar á Keflavíkurflugvelli þar sem WOW air mun hafa klúðrað bókun á flugi fyrir þá til Berlínar. Þangað áttu starfsmennirnir að fljúga klukkan sex í morgun en árshátíð fyrirtækisins fer fram þar ytra á morgun. Starfsmaður fyrirtækisins sem Stundin ræddi við segir að engar upplýsingar sé að hafa frá flugfélaginu.

Þegar fólkið mætti út á Keflavíkurflugvöll um klukkan fjögur í morgun til að innrita sig var því tjáð að gleymst hefði að panta flugið fyrir það. Flugið sem um ræðir er með WOW air í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Seinna um morgunin bárust þær upplýsingar að WOW hefði fyrir mistök bókað flugið á næsta ári. Hluti starfsmanna CCEP flaug utan í gær og hluti á flug á morgun og mun það flug vera rétt bókað.

Jóhannes Gunnarsson, starfsmaður CCEP, segir í samtali við Stundina klukkan ríflega tíu í morgun að engar upplýsingar hafi fengist frá WOW air um það með hvað hætti eigi að leiðrétta mistökin. „Það hefur fullt af fólki verið að reyna að ná í hópadeildina hjá WOW air en það gengur víst ekkert að ná niðurstöðu þar. Fólk hefur því verið að týnast héðan í burtu hægt og rólega síðasta klukkutímann, ýmist gefist upp eða ætla að freista þess að komast í flug á morgun. Ég heyrði að fólk freistaði þess að ná í forstjóra WOW því það væri engar lausnir að hafa. Eina skýringin sem við höfum fengið er að WOW air hafi fyrir mistök bókað ferðina á næsta ári, 4. október 2019. Mér finnst það raunar ansi skrýtið því þetta flug var bókað með töluverðum fyrirvara, fyrir nokkrum mánuðum. Ég vissi ekki að það væri hægt að bóka flug með WOW air með eins og hálfs árs fyrirvara, ég veit það ekki alveg.“

Jóhannes segist undrandi á hægaganginum hjá flugfélaginu við að leysa málið og sömuleiðis skorti á upplýsingum. „Það hefði verið hægt að redda þessu í morgun ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu WOW, það voru til dæmis 11 sæti laus í flugi Icelandair til Berlínar í morgun. Það voru líka 14 sæti laus í WOW air vélinni sem við áttum upphaflega að fljúga út með.“

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air staðfestir að mistök hafi verið gerð við bókunina en segir að þau mistök liggi bæði hjá flugfélaginu og ferðaskrifstofunni Tripical. Búið sé að ganga frá því að starfsfólkið fái flug út til Berlínar í fyrramálið með WOW. Öll samskipti við fólkið séu hins vegar á ábyrgð Tripical, þar eð ferðin hafi verið keypt í gegnum ferðaskrifstofuna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár