Fólkið hérna er alveg yndislegt. Vingjarnlegt, opið og skemmtilegt. Fólkið frá mínum slóðum á Nýja-Englandi, það getur alveg verið vingjarnlegt en það er ekki opið og hlýtt eins og hérna. Þetta er búið að vera frábært, allir sem við höfum hitt búnir að vera hjálpsamir og góðir við okkur.
Mér fannst mjög áhugavert að sjá pönksafn ofar í götunni, ég hef ekki séð svona áður. Ég er ekki enn búinn að kíkja þangað en það væri gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Það minnti mig á þegar ég var með Iggy Pop í gamla daga.
Ég stýrði tónleikaferðalagi þeirra fyrir Raw Power-plötuna frá 1973–1974, sem var frekar goðsagnakenndur túr. Á þeim tíma vissum við ekkert að við værum að spila pönk, það var ekkert búið að finna upp orðið „pönk“. Iggy sjálfur sagði það seinna meir að honum hafi verið illa við hugtakið „pönk“. En það skiptir kannski ekki …
Athugasemdir