Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

WOW air sendir út yfirlýsingu um að lágmark fjármögnunar hafi náðst

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá fé­lag­inu hef­ur það tryggt sér 6,5 millj­arða króna fjár­mögn­un í skulda­bréfa­út­boði.

WOW air sendir út yfirlýsingu um að lágmark fjármögnunar hafi náðst
WOW komið fyrir vind Samkvæmt tilkynningu frá félaginu hefur það tryggt sér lágmarksfjármögnun í skuldabréfaútboði sínu. Mynd: WOWAIR.IS

W

OW air hefur tryggt sér 50 milljónir evra, jafnvirði 6,5 milljarða króna, í skuldabréfaútboði sínu og þar með náð lágmarksstærð útboðsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félagið hefur sent frá sér. Skuldabréfaútboðið mun standa áfram, og lýkur því á þriðjudag.

Stefnt var að því að selja skuldabréf fyrir að lágmarki 50 milljónir evra og að hámarki 100 milljónir evra. Þá var greint frá því í morgun í Fréttablaðinu að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafinn í WOW air stefndi að því að fá inn hluthafa á móti sér í fyrirtækið sem kæmi með tugi milljóna evra í nýtt hlutafé.

Greint var frá því á dögunum að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar munu bankarnir ekki hafa verið spenntir fyrir slíkri aðkomu og því hafi verið fallið frá henni. 

Eftirfarandi er yfirlýsing Wow air sem send var seinni partinn í dag:

Skuldabréfaútboði WOW air lýkur á þriðjudaginn 18. september kl. 14 á íslenskum tíma. Nú þegar liggur fyrir að útgáfan verður að lágmarki 50 milljónir evra.

Ekki verða veitt viðtöl að svo stöddu en tilkynning verður send út í lok dags næstkomandi þriðjudag.

Pareto Securities hefur sent eftirfarandi upplýsingar á fjárfesta:

*** Wow Air - New Bond Issue - Book will close on Tuesday Sep 18th @ 16:00 CET ***

Tenor…………………3yrs

Issue Size……………EUR50mm minimum

Coupon………………3m Euribor +9% (Euribor floor at zero) + warrants

Timing……………….. Book will close on Tuesday Sep 18th @ 16:00 CET

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár