Þegar Gylfi Arnbjörnsson lét vita í júní að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs til forseta ASÍ leið ekki á löngu áður en fólk fór að hvetja Drífu Snædal til að gefa kost á sér, sem hún gerði einum og hálfum mánuði síðar. Kosningin fer fram á þingi ASÍ 24.–26. október, en Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur líka gefið kost á sér.
Drífa hefur lengst af, eftir að hún komst á legg, starfað fyrir félagasamtök og fjöldahreyfingar og með þeim. Hún var lengi tengd Vinstri grænum, en sagði sig úr flokknum þegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hófust. Síðustu sex ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og er talin líkleg til sigurs af mörgum í embætti forseta ASÍ, sökum reynslu sinnar og gilda.
Drífa segir í …
Athugasemdir