Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Íhaldsöfl hafa alltaf sagt að róttækar breytingar séu ekki mögulegar“

Drífa Snæ­dal hef­ur gef­ið kost á sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, en hún hef­ur víð­tæka reynslu af því að leiða fé­laga­sam­tök. Hún seg­ist vilja sam­eina ólík­ar radd­ir og beina þess­ari stærstu fjölda­hreyf­ingu lands­ins til að bæta lífs­gæði með sam­taka­mætti henn­ar.

Þegar Gylfi Arnbjörnsson lét vita í júní að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs til forseta ASÍ leið ekki á löngu áður en fólk fór að hvetja Drífu Snædal til að gefa kost á sér, sem hún gerði einum og hálfum mánuði síðar. Kosningin fer fram á þingi ASÍ 24.–26. október, en Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, hefur líka gefið kost á sér.

Drífa hefur lengst af, eftir að hún komst á legg, starfað fyrir félagasamtök og fjöldahreyfingar og með þeim. Hún var lengi tengd Vinstri grænum, en sagði sig úr flokknum þegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hófust. Síðustu sex ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og er talin líkleg til sigurs af mörgum í embætti forseta ASÍ, sökum reynslu sinnar og gilda.

Ólst upp við verkalýðsbaráttuVerkalýðsmál voru til umræðu á heimili Drífu alla hennar barnæsku.

Drífa segir í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár