Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sálarsystur

Inn­an um ilm­andi birki­trén í litl­um kofa í Kjós­inni dvelja tvær kon­ur, Ág­ústa Kol­brún og Sara María Júlíu­dótt­ir. Þær er bestu vin­kon­ur og hafa bú­ið sam­an í um eitt ár, lengst af í bú­stað uppi í Heið­mörk, þar sem þær þurftu að sækja sér vatn í læk­inn á hverj­um degi. Þeim lík­ar vel við að búa í tengsl­um við nátt­úr­una og fá mik­inn inn­blást­ur það­an í líf sitt. Þær eru nán­ar vin­kon­ur, nán­ari en geng­ur og ger­ist, en þær lýsa sam­bandi sínu sem ástar­sam­bandi án þess að vera neitt kyn­ferð­is­legt, þær séu sál­ar­fé­lag­ar á ná­inn hátt. Hægt er að tengj­ast þeim á Face­book eða gegn­um: For­ynja á In­sta­gram.

Sálarsystur
Lærðu að elska sjálfa þig „Sjálfsástin er eitthvað sem maður þarf að æfa sig í því samfélagið segir manni rosa mikið að skammast sín og fórna sér fyrir aðra. Ef allir myndu setja sjálfa sig í fyrsta sæti þá myndi öllum líða vel. Þá eru allir að taka ábyrgð á sjálfum sér.“
Sálufélagar„Sambandið er þannig að við styðjum hvor aðra í að vera sterkasta útgáfan af okkur sjálfum. Mér líður eins og ég sé aftur lítil stelpa að leika við vinkonu mína nema núna er ég fullorðin og ræð hvað ég geri. Við ætlum að búa saman þangað til við finnum okkur kærasta, en nei það er ekki rétt því við tímum ekki að hætta að búa saman. Sá sem byrjar með okkur verður að fá okkur báðar,“ segir Ágústa
TöfradrykkurÞær drekka kakó á hverjum degi, ekki bara eitthvað kakó heldur 100 prósent hreint kakó innflutt frá Gvatemala. Þær kalla það töfradrykk. Ágústa kynntist kakóinu fyrir rúmlega þremur árum þegar henni var boðið í kakóserimóníu hjá nágrönnum sínum. Hún fann strax tengingu við kakóið og tók Söru með í serimóníu. Sara kolféll strax fyrir kakóinu, hún fann strax hvað þetta var öflugt og hversu mikil áhrif þetta …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár