
Sálufélagar„Sambandið er þannig að við styðjum hvor aðra í að vera sterkasta útgáfan af okkur sjálfum. Mér líður eins og ég sé aftur lítil stelpa að leika við vinkonu mína nema núna er ég fullorðin og ræð hvað ég geri. Við ætlum að búa saman þangað til við finnum okkur kærasta, en nei það er ekki rétt því við tímum ekki að hætta að búa saman. Sá sem byrjar með okkur verður að fá okkur báðar,“ segir Ágústa
Mynd: Heiða Helgadóttir

TöfradrykkurÞær drekka kakó á hverjum degi, ekki bara eitthvað kakó heldur 100 prósent hreint kakó innflutt frá Gvatemala. Þær kalla það töfradrykk. Ágústa kynntist kakóinu fyrir rúmlega þremur árum þegar henni var boðið í kakóserimóníu hjá nágrönnum sínum. Hún fann strax tengingu við kakóið og tók Söru með í serimóníu. Sara kolféll strax fyrir kakóinu, hún fann strax hvað þetta var öflugt og hversu mikil áhrif þetta …
Athugasemdir