Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“

Séra Braga Skúla­syni voru dæmd­ar miska­bæt­ur, en Land­spít­al­inn braut gegn stjórn­sýslu­lög­um þeg­ar ráð­ið var í stöðu deild­ar­stjóra sál­gæslu djákna og presta.

Landspítalinn braut gegn sjúkra­húss­presti: „Gat bitnað á orðspori Braga“
Séra Bragi Skúlason Landspítalinn var dæmdur til að greiða Braga hálfa milljón króna í miskabætur. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Landspítalann, fyrr í dag, til þess að greiða séra Braga Skúlasyni hálfa milljón króna í miskabætur vegna ólögmætrar ráðningar. Málavextir voru þeir að Landspítalinn auglýsti starf deildarstjóra sálgæslu djákna og presta laust og var Bragi meðal umækjenda. Niðurstaða matsnefndar var að bjóða skyldi Rósu Kristjánsdóttur starfið og var hún ráðin í starfið.

Bragi sætti sig ekki við það og höfðaði mál þar sem hann krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Landspítalans gagnvart sér auk fimm milljóna króna í miskabætur. Bragi hóf störf á spítalanum árið 1989 og hefur starfað þar samfellt síðan þá. 

Niðurstaða matsnefndarinnar var sú að af þeim fjórum sem boðaðir voru í starfsviðtal hlaut Bragi lægstu einkuninna. Litið var til faglegar færni til að hafa umsjón með störfum djákna og presta, samskiptafærni, reynslu og þekkingu á stjórnun, þjónustulundar og  framtíðarsýnar. Rósa fékk flest stig eða 4,33 en Bragi aðeins 3,61 stig.

Niðurstaða héraðsdóms var að spítalinn hefði gerst brotlegur gegn stjórnsýslulögum með því líta ekki til stjórnunarreynslu Braga. „ Óumdeilt er að við mat á stjórnunarreynslu umsækjenda leit matsnefndin ekki til stjórnunarreynslu stefnanda úr starfi hans við sálgæslu hjá forvera stefnda, Ríkisspítölum,“ segir meðal annars í dóminum. Var það mat dómsins að með því að líta ekki til fyrri reynslu Braga hefði spítalinn brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 10. gr. stjórnsýslulaga.

Dómurinn féllst því á með Braga að hann byggi yfir umtalsvert meiri stjórnunarreynslu en Rósa. Þá féllst dómurinn á að Bragi byggi yfir mun meiri menntun en Rósa, þar á meðal menntun á sviði sálgæslu.

Þrátt fyrir það féllst dómurinn ekki á kröfu Braga um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landspítalans. Tveir aðrir umsækjendur hefðu verið boðaðir í viðtal og hefði Braga ekki tekist að sanna að hann hefði hlotið starfið fremur en þeir hefði rétt verið staðið að ráðningunni. Hins vegar féllst dómurinn á miskabótakröfu Braga. Um hana sagði dómurinn að sú vanræksla við ráðninguna að ekki var litið til þess að Bragi væri í reynd hæfari en Rósa til starfsins gæti að „að ófyrirsynju bitnað á orðspori Braga og orðið honum þannig að meini.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár