Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð

Ung kona var rek­in úr Face­book-hópi um hesta­mennsku eft­ir að hún hvatti til þess að starfs­menn fengju laun í sam­ræmi við lög.

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð
Græða á félagslegum undirboðum Hestaleigufyrirtæki notfæra sér ódýrt vinnuafl í stórum stíl án þess að fylgja lögum og kjarasamningum. Mynd: Shutterstock

Ung kona var rekin úr umræðuhópi um hestamennsku á Facebook eftir að hún hvatti til þess að fólki væru greidd laun í samræmi við lög og kjarasamninga. Henni var tjáð að ábendingar um að hrossaræktarbú yrðu að fylgja íslenskum lögum og greiða erlendum starfsmönnum laun fyrir vinnu sína ættu ekki heima innan hópsins. 

„Ég skráði hjá mér þrjá aðila sem þurfa endalaust að benda á að það sé ólöglegt að vinna á Íslandi án kennitölu og launa,“ segir í skilaboðum sem Sjöfn Sæmundsdóttir, stjórnandi hópsins, sendi konunni. „Mér finnst það ekki koma neinum við ef fólk vill öðlast reynslu og vinna fyrir fæði og húsnæði. Fæði og húsnæði kostar líka peninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þú varst útilokuð frá hópnum.“ [Skilaboðin voru rituð á ensku, þýðing er blaðamanns.]

 

Þegar Stundin hafði samband við Sjöfn sagði hún að sú regla gilti innan hópsins að ekki væri rætt um launamál, enda sé þar um að ræða samningsatriði milli aðila en ekki eitthvað sem komi öllum í hópnum við. Facebook-hópurinn heitir „Work with ICELANDIC horses in Iceland“ og er vettvangur sem leiðir saman annars vegar íslensk hrossaræktarbú og hestaleigur sem vantar starfskrafta og hins vegar erlent hestafólk í leit að tækifærum hérlendis. Hátt í tvö þúsund manns tilheyra hópnum. 

„Ég er sjálf menntaður reiðkennari, það er ekki til stéttafélag fyrir okkur, svo ég veit alveg hvað launabarátta er. Að sjálfsögðu á þetta að vera launað starf eins og hvað annað, en svo er eðlilegt að fólk fái tækifæri til að öðlast reynslu til skamms tíma. Ef krakkar á Norðurlöndunum vilja fá þessa reynslu þar, þá er það ekki hægt, þau fá bara að moka skít. Tækifærin hér á Íslandi eru ekki í boði úti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár