Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð

Ung kona var rek­in úr Face­book-hópi um hesta­mennsku eft­ir að hún hvatti til þess að starfs­menn fengju laun í sam­ræmi við lög.

Sparkað úr hestamannahópi vegna gagnrýni á félagsleg undirboð
Græða á félagslegum undirboðum Hestaleigufyrirtæki notfæra sér ódýrt vinnuafl í stórum stíl án þess að fylgja lögum og kjarasamningum. Mynd: Shutterstock

Ung kona var rekin úr umræðuhópi um hestamennsku á Facebook eftir að hún hvatti til þess að fólki væru greidd laun í samræmi við lög og kjarasamninga. Henni var tjáð að ábendingar um að hrossaræktarbú yrðu að fylgja íslenskum lögum og greiða erlendum starfsmönnum laun fyrir vinnu sína ættu ekki heima innan hópsins. 

„Ég skráði hjá mér þrjá aðila sem þurfa endalaust að benda á að það sé ólöglegt að vinna á Íslandi án kennitölu og launa,“ segir í skilaboðum sem Sjöfn Sæmundsdóttir, stjórnandi hópsins, sendi konunni. „Mér finnst það ekki koma neinum við ef fólk vill öðlast reynslu og vinna fyrir fæði og húsnæði. Fæði og húsnæði kostar líka peninga. Þetta er ástæðan fyrir því að þú varst útilokuð frá hópnum.“ [Skilaboðin voru rituð á ensku, þýðing er blaðamanns.]

 

Þegar Stundin hafði samband við Sjöfn sagði hún að sú regla gilti innan hópsins að ekki væri rætt um launamál, enda sé þar um að ræða samningsatriði milli aðila en ekki eitthvað sem komi öllum í hópnum við. Facebook-hópurinn heitir „Work with ICELANDIC horses in Iceland“ og er vettvangur sem leiðir saman annars vegar íslensk hrossaræktarbú og hestaleigur sem vantar starfskrafta og hins vegar erlent hestafólk í leit að tækifærum hérlendis. Hátt í tvö þúsund manns tilheyra hópnum. 

„Ég er sjálf menntaður reiðkennari, það er ekki til stéttafélag fyrir okkur, svo ég veit alveg hvað launabarátta er. Að sjálfsögðu á þetta að vera launað starf eins og hvað annað, en svo er eðlilegt að fólk fái tækifæri til að öðlast reynslu til skamms tíma. Ef krakkar á Norðurlöndunum vilja fá þessa reynslu þar, þá er það ekki hægt, þau fá bara að moka skít. Tækifærin hér á Íslandi eru ekki í boði úti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár